Samvinna í þágu framfara Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2021 22:00 Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður. Við urðum þess áþreifanlega vör á sveitarstjórnarstiginu hvernig máttur samvinnunnar skipaði stórt hlutverk í öllum aðgerðum sem hafa snúið að grunnþjónustu sveitarfélaganna þegar mikið lá við. Bæjarstjórar og forstöðumenn innan stjórnsýslunnar funduðu sem aldrei fyrr þvert á sveitarfélög til að ráða ráðum sínum. Finna sameiginlegar lausnir á flóknum verkefnum. Eins og að halda uppi leik- og grunnskólastarfi í miðjum heimsfaraldri. Og standa vörð um félagsþjónustuna þannig að fólkið okkar, sem minnstu varnirnar hafa en þurfa þær mestar, væri varið sem allra best gegn þeim alvarlega vágesti sem kórónuveiran er. Í hverri einustu viku var farið yfir aðgerðaplan og upplýst um stöðu mála og því fylgdi mikið öryggi að finna samstöðuna sem ríkti á milli sveitarfélaga. Mögnuð tilfinning að upplifa sem kjörinn fulltrúi. Það var samvinna sem skilaði verðskulduðum árangri. Höfuðborgarsvæðið þarf að vinna betur saman Á höfuðborgarsvæðinu er ástæða til frekari samvinnu sveitarfélaganna því þannig er hægt að þjóna íbúum enn betur á svo marga vegu. Við höfum nú þegar byggðasamlögin, þar sem sveitarfélögin hafa sameinast um rekstur ákveðinnar grunnþjónustu líkt og almenningssamgangna og sorpmála. Rekstur byggðasamlaganna er vissulega flókin og er nú til endurskoðunar til að auka gagnsæi á milli ábyrgðar og ákvarðanatöku. En fleiri stór verkefni eru þegar komin af stað þar sem samvinnan stýrir ferð. Má þar nefna stafræna þróun sveitarfélaganna. Sú umbreyting mun hafa áhrif á alla þjónustu sveitarfélaga. Hún mun ekki síður hafa áhrif á vinnustundir þeirra sem veita þjónstuna innan stjórnsýslunnar og mun til framtíðar spara tíma og skapa svigrúm til að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa enn frekar. Við vitum að vægi grunnþjónustu er að aukast og mun gera það áfram. Þá skiptir máli að sveitarfélögin hafi þær bjargir sem þarf til að laga rekstur sinn að breyttri sviðsmynd sem kallar á aukið fagfólk til starfa við leik- og grunnskóla jafnt sem við félagsþjónustuna. Nú þegar hefur verið sett á laggirnar stafrænan starfshóp sem hefur það hlutverk að leiða sveitarfélögin saman og marka stefnu um sameiginlegan stafrænan grunn til að byggja umbreytinguna á. Stafrænar umbreytingar eru risaverkefni sem kosta töluverða fjármuni enda til þess fallið að styrkja alla innviði í breyttu umhverfi. Því er mikilvægt að sameinast um leiðir, deila kostnaði og samræma kerfi á milli sveitarfélaga. Ekki síst til að auðvelda íbúum aðgengi að allri þjónustu. Styrkjum samvinnu innan atvinnusvæðisins Borgarlínan er annað verkefni sem snertir öll sveitarfélögin og hefur verið komið þannig um kring að úr varð sameiginlegt verkefni þar sem hagsmunir allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru undir. Unnið er að skilvirkri tengingu á milli sveitarfélaga þannig að íbúar eigi þess kost að komast hratt og örugglega á milli staða en ekki síður til að vinna gegn loftslagsvánni. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Það ekkert eðlilegra en að búa í einu sveitarfélagi og starfa í öðru. Því eigum við að stefna áfram veginn, leita í styrkleikana og styrkja samvinnu þvert á sveitarfélögin sem aldrei fyrr. Hér getum við tekið fleiri mikilvæg verkefni inn í markvissa stefnumótin eins og að kortleggja félagslega þjónustu þvert á sveitarfélögin hvar þarf að gefa í og hvar þarf að hugað að þolmörkum sem varða okkur öll. Búseta á að vera valmöguleiki, óháð sveitarfélagi og óháð stöðu íbúanna sjálfra. Þar skiptir öllu máli að sýnin og stefnan við skipulagningu hverfa taki mið að því. Framboð á húsnæði þarf að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins og meðvitað þarf að styðja við slíka íbúaþróun. Þá skiptir máli að taka félagslega þætti inn með markvissum hætti, og kostnað þjónustunnar til að mæta barnafjölskyldum sem best óháð efnahag. Verðug verkefni og spennandi. Því þau eru framsækin og mikilvæg í þróun uppbyggingar höfuðborgarsvæðisins sem stækkar hratt og varðar öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Sara Dögg Svanhildardóttir Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður. Við urðum þess áþreifanlega vör á sveitarstjórnarstiginu hvernig máttur samvinnunnar skipaði stórt hlutverk í öllum aðgerðum sem hafa snúið að grunnþjónustu sveitarfélaganna þegar mikið lá við. Bæjarstjórar og forstöðumenn innan stjórnsýslunnar funduðu sem aldrei fyrr þvert á sveitarfélög til að ráða ráðum sínum. Finna sameiginlegar lausnir á flóknum verkefnum. Eins og að halda uppi leik- og grunnskólastarfi í miðjum heimsfaraldri. Og standa vörð um félagsþjónustuna þannig að fólkið okkar, sem minnstu varnirnar hafa en þurfa þær mestar, væri varið sem allra best gegn þeim alvarlega vágesti sem kórónuveiran er. Í hverri einustu viku var farið yfir aðgerðaplan og upplýst um stöðu mála og því fylgdi mikið öryggi að finna samstöðuna sem ríkti á milli sveitarfélaga. Mögnuð tilfinning að upplifa sem kjörinn fulltrúi. Það var samvinna sem skilaði verðskulduðum árangri. Höfuðborgarsvæðið þarf að vinna betur saman Á höfuðborgarsvæðinu er ástæða til frekari samvinnu sveitarfélaganna því þannig er hægt að þjóna íbúum enn betur á svo marga vegu. Við höfum nú þegar byggðasamlögin, þar sem sveitarfélögin hafa sameinast um rekstur ákveðinnar grunnþjónustu líkt og almenningssamgangna og sorpmála. Rekstur byggðasamlaganna er vissulega flókin og er nú til endurskoðunar til að auka gagnsæi á milli ábyrgðar og ákvarðanatöku. En fleiri stór verkefni eru þegar komin af stað þar sem samvinnan stýrir ferð. Má þar nefna stafræna þróun sveitarfélaganna. Sú umbreyting mun hafa áhrif á alla þjónustu sveitarfélaga. Hún mun ekki síður hafa áhrif á vinnustundir þeirra sem veita þjónstuna innan stjórnsýslunnar og mun til framtíðar spara tíma og skapa svigrúm til að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa enn frekar. Við vitum að vægi grunnþjónustu er að aukast og mun gera það áfram. Þá skiptir máli að sveitarfélögin hafi þær bjargir sem þarf til að laga rekstur sinn að breyttri sviðsmynd sem kallar á aukið fagfólk til starfa við leik- og grunnskóla jafnt sem við félagsþjónustuna. Nú þegar hefur verið sett á laggirnar stafrænan starfshóp sem hefur það hlutverk að leiða sveitarfélögin saman og marka stefnu um sameiginlegan stafrænan grunn til að byggja umbreytinguna á. Stafrænar umbreytingar eru risaverkefni sem kosta töluverða fjármuni enda til þess fallið að styrkja alla innviði í breyttu umhverfi. Því er mikilvægt að sameinast um leiðir, deila kostnaði og samræma kerfi á milli sveitarfélaga. Ekki síst til að auðvelda íbúum aðgengi að allri þjónustu. Styrkjum samvinnu innan atvinnusvæðisins Borgarlínan er annað verkefni sem snertir öll sveitarfélögin og hefur verið komið þannig um kring að úr varð sameiginlegt verkefni þar sem hagsmunir allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru undir. Unnið er að skilvirkri tengingu á milli sveitarfélaga þannig að íbúar eigi þess kost að komast hratt og örugglega á milli staða en ekki síður til að vinna gegn loftslagsvánni. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Það ekkert eðlilegra en að búa í einu sveitarfélagi og starfa í öðru. Því eigum við að stefna áfram veginn, leita í styrkleikana og styrkja samvinnu þvert á sveitarfélögin sem aldrei fyrr. Hér getum við tekið fleiri mikilvæg verkefni inn í markvissa stefnumótin eins og að kortleggja félagslega þjónustu þvert á sveitarfélögin hvar þarf að gefa í og hvar þarf að hugað að þolmörkum sem varða okkur öll. Búseta á að vera valmöguleiki, óháð sveitarfélagi og óháð stöðu íbúanna sjálfra. Þar skiptir öllu máli að sýnin og stefnan við skipulagningu hverfa taki mið að því. Framboð á húsnæði þarf að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins og meðvitað þarf að styðja við slíka íbúaþróun. Þá skiptir máli að taka félagslega þætti inn með markvissum hætti, og kostnað þjónustunnar til að mæta barnafjölskyldum sem best óháð efnahag. Verðug verkefni og spennandi. Því þau eru framsækin og mikilvæg í þróun uppbyggingar höfuðborgarsvæðisins sem stækkar hratt og varðar öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Sara Dögg Svanhildardóttir Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun