Körfubolti

Skráði sig á spjöld sögunnar í enn eitt skiptið á 36 ára afmælinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sá besti í sögunni?
Sá besti í sögunni? vísir/Getty

Körfuboltasnillingurinn LeBron James fagnaði 36 ára afmæli sínu á dögunum með stæl og skráði nafn sitt enn einu sinni á spjöld körfuboltasögunnar.

James var stigahæstur í liði LA Lakers þegar liðið vann öruggan sigur á San Antonio Spurs.

James gerði 26 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar en hann varð með þessu fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að ná þeim merka áfanga að skora tíu stig eða meira í eitt þúsund deildarleikjum í röð.

LeBron hafði þegar hrifsað metið af Michael Jordan en hann náði mest að skora tíu stig eða meira í leik í 866 leikjum í röð á sínum glæsta ferli. Met sem hann eignaði sér af Kareem Abdul-Jabbar.

LeBron hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar allt frá því hann hóf að leika með Cleveland Cavaliers árið 2003. Hann hefur leitt lið sitt til sigurs fjórum sinnum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×