Erlent

Egyptar kjósa sér forseta

Mynd/AP
Egyptar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Þetta er í fyrsta sinn í fimmþúsund ára sögu Egyptalands sem þeir fá að kjósa sér leiðtoga í frjálsum kosningum. Fimmtán mánuðir eru nú liðnir frá því að Hosni Mubarak fyrrverandi forseta var komið frá völdum og fimmtíu milljónir Egypta eiga þess kost á að kjósa eftirmann hans.

Herforingjarnir sem tóku völdin í landinu í febrúar í fyrra hafa lofað því að kosningarnar fari fram með eðlilegum hætti og að lýðræði verði komið á í landinu. Fjórir frambjóðendur þykja eiga mesta möguleika á sigri og eru þeir ólíkir um flest. Einn er fyrrverandi herforingi, annar er fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Arababandalagsins, sá þriðji er Íslamisti og fjórði frambjóðandinn er formaður Múslimska bræðralagsins, samtaka sem áttu mjög stóran þátt í uppreisninni gegn sitjandi valdhöfum á sínum tíma.

Stjórnmálaskýrendur segja þó einn ljóð á kosningafyrirkomulaginu. Enn á eftir að samþykkja nýja stjórnarskrá fyrir landið og þangað til er óljóst hvaða völd hinn nýi forseti muni í raun hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×