Erlent

Perez Hilton hrifinn af Of Monsters and Men

Bandaríski stjörnubloggarinnar Perez Hilton lýsti yfir aðdáun sinni á íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men á vefsíðu sinni í dag.

Þar fór hann fögrum orðum um lagið Little Talks og hljómplötunni My Head is an Animal sem notið hefur gríðarlegra vinsælda víða um heim.

Þá virðist Hilton einnig vera hrifinn af söngvurum hljómsveitarinnar. „Raddsetningin er hreint út sagt stórkostleg," skrifaði Hilton.

Hægt er að sjá myndband við lagið Little Talks hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×