Skemmdarverk á miðborg Reykjavíkur Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 15. maí 2013 06:00 Borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram á þeirri vondu braut að stuðla að byggingu risahótels í hjarta borgarinnar sem mun eyðileggja hið sögufræga Sjálfstæðishús (Nasa), þrengja mjög að almannarýmum og Alþingi Íslendinga, auka skuggavarp á Austurvöll og eyðileggja suðurhlið Ingólfstorgs. Hagsmunir Reykvíkinga við uppbyggingu miðborgarinnar eru ekki leiðarljós þessarar tillögu og gallarnir á henni voru allir á svokallaðri „verðlaunatillögu“ að deiliskipulagi þessa reits sem nærri 20% kosningabærra manna í Reykjavík hafa mótmælt á síðunni ekkihotel.is. Ekkert tillit er tekið til þeirra mótmæla í tillögu að deiliskipulagi sem nú hefur verið „auglýst“. Kynning tillögunnar hefur raunar farið mjög lágt miðað við hversu umdeilt málið hefur verið en frestur til að skila athugasemdum við þessa skipulagstillögu er aðeins til 23. maí. Gallarnir við þessa tillögu eru þessir helstir:1. Ingólfstorg Fyrirhugaðar nýbyggingar við sunnanvert Ingólfstorg eru ekki í stíl við þau gömlu hús sem þar eru fyrir þrátt fyrir að svo eigi að vera samkvæmt Þróunaráætlun miðborgarinnar. Nýbyggingum í allt öðrum stíl er troðið þannig á milli gömlu húsanna að ekki gengur hnífur á milli auk þess sem nýbyggingarnar eru hærri en götulína gömlu húsanna og gnæfa yfir þau.2. Nasasalurinn Nasasalurinn verður rifinn en hann ætti að friða vegna sögu sinnar og einstæðrar hönnunar. Húsafriðunarnefnd var þeirrar skoðunar þangað til hún kúventi í afstöðu sinni vegna þrýstings frá eiganda hússins. Það er menningarlegt skemmdarverk að rífa þetta gamla góða samkomuhús okkar Reykvíkinga. Hótelsalur á sama stað kemur ekki í staðinn fyrir Nasasalinn.3. Austurvöllur Ofan á Landsímahúsið við Austurvöll á að setja kvisti sem skemma þessa sögufrægu byggingu Guðjóns Samúelssonar og auka skuggavarp á Austurvöll. Einnig á að rísa ofan í og aftan við gamla Kvennaskólann (innganginn að Nasa) há bygging sem bera mun litla græna húsið ofurliði og auka enn skuggavarp inn á Austurvöll.4. Kirkjustræti Tillagan gerir ráð fyrir nýbyggingu sem framlengir Landsímahúsið alveg að gangstéttinni við Kirkjustræti – með enn meira skuggavarpi inn á Austurvöll. Þessi stóra viðbygging mun loka þeirri fallegu sýn sem er milli Fógetagarðsins og Austurvallar. Í staðinn kæmi mjó gata sem þrengdi mjög að Alþingishúsunum við Kirkjustræti.5. Umferðarmál Þessi tillaga lokar augunum vandlega fyrir þeim vandamálum sem eru í uppsiglingu á svæðinu þegar þar verður risið eitt stærsta hótel í Reykjavík. Vandamálin snúa ekki síst að umferð; rútubíla, leigubíla, jeppa og ferðaþjónustuaðila, svo ekki sé talað um sorp og aðra aðdrætti sem risastórt hótel þarf á að halda.6. Alþingi Þessi tillaga þrengir mjög að Alþingisreitnum og er í algerri andstöðu við vilja Alþingis sem mótmælt hefur tillögunni harðlega. Er með ólíkindum að borgarstjórn Reykjavíkur ætli að knýja þetta vonda mál í gegn þrátt fyrir eindregin mótmæli Alþingis og stórs hluta borgarbúa. Ég hvet Reykvíkinga til að mótmæla þessari tillögu með öllum ráðum og skila athugasemdum á netfangið: skipulag@reykjavik.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram á þeirri vondu braut að stuðla að byggingu risahótels í hjarta borgarinnar sem mun eyðileggja hið sögufræga Sjálfstæðishús (Nasa), þrengja mjög að almannarýmum og Alþingi Íslendinga, auka skuggavarp á Austurvöll og eyðileggja suðurhlið Ingólfstorgs. Hagsmunir Reykvíkinga við uppbyggingu miðborgarinnar eru ekki leiðarljós þessarar tillögu og gallarnir á henni voru allir á svokallaðri „verðlaunatillögu“ að deiliskipulagi þessa reits sem nærri 20% kosningabærra manna í Reykjavík hafa mótmælt á síðunni ekkihotel.is. Ekkert tillit er tekið til þeirra mótmæla í tillögu að deiliskipulagi sem nú hefur verið „auglýst“. Kynning tillögunnar hefur raunar farið mjög lágt miðað við hversu umdeilt málið hefur verið en frestur til að skila athugasemdum við þessa skipulagstillögu er aðeins til 23. maí. Gallarnir við þessa tillögu eru þessir helstir:1. Ingólfstorg Fyrirhugaðar nýbyggingar við sunnanvert Ingólfstorg eru ekki í stíl við þau gömlu hús sem þar eru fyrir þrátt fyrir að svo eigi að vera samkvæmt Þróunaráætlun miðborgarinnar. Nýbyggingum í allt öðrum stíl er troðið þannig á milli gömlu húsanna að ekki gengur hnífur á milli auk þess sem nýbyggingarnar eru hærri en götulína gömlu húsanna og gnæfa yfir þau.2. Nasasalurinn Nasasalurinn verður rifinn en hann ætti að friða vegna sögu sinnar og einstæðrar hönnunar. Húsafriðunarnefnd var þeirrar skoðunar þangað til hún kúventi í afstöðu sinni vegna þrýstings frá eiganda hússins. Það er menningarlegt skemmdarverk að rífa þetta gamla góða samkomuhús okkar Reykvíkinga. Hótelsalur á sama stað kemur ekki í staðinn fyrir Nasasalinn.3. Austurvöllur Ofan á Landsímahúsið við Austurvöll á að setja kvisti sem skemma þessa sögufrægu byggingu Guðjóns Samúelssonar og auka skuggavarp á Austurvöll. Einnig á að rísa ofan í og aftan við gamla Kvennaskólann (innganginn að Nasa) há bygging sem bera mun litla græna húsið ofurliði og auka enn skuggavarp inn á Austurvöll.4. Kirkjustræti Tillagan gerir ráð fyrir nýbyggingu sem framlengir Landsímahúsið alveg að gangstéttinni við Kirkjustræti – með enn meira skuggavarpi inn á Austurvöll. Þessi stóra viðbygging mun loka þeirri fallegu sýn sem er milli Fógetagarðsins og Austurvallar. Í staðinn kæmi mjó gata sem þrengdi mjög að Alþingishúsunum við Kirkjustræti.5. Umferðarmál Þessi tillaga lokar augunum vandlega fyrir þeim vandamálum sem eru í uppsiglingu á svæðinu þegar þar verður risið eitt stærsta hótel í Reykjavík. Vandamálin snúa ekki síst að umferð; rútubíla, leigubíla, jeppa og ferðaþjónustuaðila, svo ekki sé talað um sorp og aðra aðdrætti sem risastórt hótel þarf á að halda.6. Alþingi Þessi tillaga þrengir mjög að Alþingisreitnum og er í algerri andstöðu við vilja Alþingis sem mótmælt hefur tillögunni harðlega. Er með ólíkindum að borgarstjórn Reykjavíkur ætli að knýja þetta vonda mál í gegn þrátt fyrir eindregin mótmæli Alþingis og stórs hluta borgarbúa. Ég hvet Reykvíkinga til að mótmæla þessari tillögu með öllum ráðum og skila athugasemdum á netfangið: skipulag@reykjavik.is.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar