Lífið

Jesse James eyðilagði bíl ljósmyndara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jesse James og Bullock eru að skilja.
Jesse James og Bullock eru að skilja.
Jesse James réðst á bifreið í eigu ágengs ljósmyndara þann 25. mars síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir hjólbarðar sprungu, hurð á bílnum beyglaðist og rúða brotnaði.

Lögmaður ljósmyndarans segir að árásin hafi verið tekin upp á myndskeið. Fréttavefurinn E! Online segir að ekki hafi verið lagðar fram neinar kærur vegna málsins.

Það á því ekki af Jesse greyinu að ganga. Ekki nóg með að eiginkona hans, Sandra Bullock, sé búin að snúa við honum baki eftir ítrekað framhjáhald hans. Hann á líka í útistöðum við fjölmiðlana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.