Stuðningráð fyrir veika Jón Sigurgeirsson skrifar 10. desember 2016 07:00 Árið 1948 komu menn sem útskrifaðir voru af geðsjúkrahúsi í New York saman á kaffihúsi. Þeir áttuðu sig á að margir sem legið höfðu með þeim höfðu komið aftur og aftur og ekki fundið sig í lífinu utan sjúkrahússins. Þeir sem hafa dottið út úr rútínu daglegs lífs þurfa aðlögun að samfélaginu aftur. Þessi umræða varð upphaf að stofnun fyrsta klúbbhússins sem nú eru orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Upphaflega byggðu þeir á orðunum We are not alone eða við stöndum ekki ein. Félagsskapnum áskotnaðist hús á Manhattan og var gosbrunnur í garðinum. Húsið gekk undir nafninu Fountain House eða brunnhús og er alþjóðahreyfingin kennd við það. Í húsinu mótaðist kerfi sem byggðist upp á því að auka sjálfstraust félaga og skapa andrúmsloft sem var ólíkt því sem þeir höfðu upplifað á sjúkrahúsum. Félagar og starfsfólk vann saman sem jafningjar að öllu sem gera þurfti í starfseminni. Allt rými var aðgengilegt öllum og starfsfólk hafði ekki sér aðstöðu fyrir sig. Allar ákvarðanir voru teknar í samhljómi án atkvæðagreiðslu og stjórn í daglegum rekstri var á herðum félaga og starfsfólks í sameiningu. Dagur í klúbbnum átti að líkjast degi á vinnustað. Með ýmsum ráðum voru félagar studdir til fullrar þátttöku í daglegu lífi með stuðningi til vinnu, í húsnæðisleit og öðru slíku.Hefur breytt lífi fjölda einstaklinga Nú er þessi starfsemi alþjóðleg og mótuð af stöðlum og gæðaeftirliti. Rannsóknir í háskólum hafa sýnt að það fé sem varið er til starfseminnar er lítið miðað við þjóðfélagslegan sparnað sem fólginn er í bættri heilsu, meiri atvinnuþátttöku og færri innlögnum þeirra sem njóta góðs af kerfinu. Þá er ekki meðtalinn sá ávinningur sem félagar hafa í bættri heilsu og betra lífi. Hér á landi er Klúbburinn Geysir í Skipholti 29. Hann er rekinn í anda þessa kerfis. Hann hefur verið gæðavottaður reglulega og staðist fyllstu kröfur. Hann hefur starfað í yfir 16 ár og hefur breytt lífi mikils fjölda einstaklinga. Eina skilyrði fyrir þátttöku er að líða eða hafa liðið af andlegum veikindum. Ég hvet alla sem eru í þeirri stöðu eða þekkja menn í þörf fyrir klúbbinn að kynna sér hann frekar. Hann hefur heimasíðu kgeysir.is. Hægt er að hafa samband í síma 5515166 með t-pósti kgeysir@kgeysir.is eða koma á staðinn. Höfundur er félagi og stjórnarmaður í Klúbbnum Geysi og í ráðgjafahópi Alþjóðahreyfingar Klúbbhúsa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1948 komu menn sem útskrifaðir voru af geðsjúkrahúsi í New York saman á kaffihúsi. Þeir áttuðu sig á að margir sem legið höfðu með þeim höfðu komið aftur og aftur og ekki fundið sig í lífinu utan sjúkrahússins. Þeir sem hafa dottið út úr rútínu daglegs lífs þurfa aðlögun að samfélaginu aftur. Þessi umræða varð upphaf að stofnun fyrsta klúbbhússins sem nú eru orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Upphaflega byggðu þeir á orðunum We are not alone eða við stöndum ekki ein. Félagsskapnum áskotnaðist hús á Manhattan og var gosbrunnur í garðinum. Húsið gekk undir nafninu Fountain House eða brunnhús og er alþjóðahreyfingin kennd við það. Í húsinu mótaðist kerfi sem byggðist upp á því að auka sjálfstraust félaga og skapa andrúmsloft sem var ólíkt því sem þeir höfðu upplifað á sjúkrahúsum. Félagar og starfsfólk vann saman sem jafningjar að öllu sem gera þurfti í starfseminni. Allt rými var aðgengilegt öllum og starfsfólk hafði ekki sér aðstöðu fyrir sig. Allar ákvarðanir voru teknar í samhljómi án atkvæðagreiðslu og stjórn í daglegum rekstri var á herðum félaga og starfsfólks í sameiningu. Dagur í klúbbnum átti að líkjast degi á vinnustað. Með ýmsum ráðum voru félagar studdir til fullrar þátttöku í daglegu lífi með stuðningi til vinnu, í húsnæðisleit og öðru slíku.Hefur breytt lífi fjölda einstaklinga Nú er þessi starfsemi alþjóðleg og mótuð af stöðlum og gæðaeftirliti. Rannsóknir í háskólum hafa sýnt að það fé sem varið er til starfseminnar er lítið miðað við þjóðfélagslegan sparnað sem fólginn er í bættri heilsu, meiri atvinnuþátttöku og færri innlögnum þeirra sem njóta góðs af kerfinu. Þá er ekki meðtalinn sá ávinningur sem félagar hafa í bættri heilsu og betra lífi. Hér á landi er Klúbburinn Geysir í Skipholti 29. Hann er rekinn í anda þessa kerfis. Hann hefur verið gæðavottaður reglulega og staðist fyllstu kröfur. Hann hefur starfað í yfir 16 ár og hefur breytt lífi mikils fjölda einstaklinga. Eina skilyrði fyrir þátttöku er að líða eða hafa liðið af andlegum veikindum. Ég hvet alla sem eru í þeirri stöðu eða þekkja menn í þörf fyrir klúbbinn að kynna sér hann frekar. Hann hefur heimasíðu kgeysir.is. Hægt er að hafa samband í síma 5515166 með t-pósti kgeysir@kgeysir.is eða koma á staðinn. Höfundur er félagi og stjórnarmaður í Klúbbnum Geysi og í ráðgjafahópi Alþjóðahreyfingar Klúbbhúsa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar