Erlent

Dönsku fjölmiðlarnir gefa út fríblað

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, á aðalfundi fyrirtækisins
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, á aðalfundi fyrirtækisins MYND/Pjetur Sigurðsson

Fréttir hafa borist af því að Politiken og Jyllandsposten ætli að gefa út fríblað í Kaupmannahöfn líkt og Dagsbrúnarliðar. Blaðið mun bera nafnið Nyhederavisen, eða Fréttablaðið, upp á ástkæra ylhýra. Forstjóri 365 miðla í Danmörku segist ekki óttast samkeppnina.

Dagsbrún hefur áður látið uppi áform sín um að gefa út fríblað í Kaupmannahöfn. NFS heyrði í Svenn Dam, forstjóra 365 Media, í dag. Hann sagði þessar fréttir í engu breyta þeirra áformum. Blaðið kæmi út eftir sumarfrí. Dam sagði fyrirtækið ekki óttast samkeppnina. Blöðin tvö myndu blása ferskum vindum um danskan fjölmiðlamarkað, en fríblöð væru löngu tímabært fyrirbæri.

Aðspurður sagði hann forsvarsmenn fyrirtækisins vita að tilkynning dönsku fjölmiðlarisanna stæði í beinu samhengi við áform Dagsbrúnar. Þeir hefðu sýnt sterk viðbrögð við áætlunum 365 Media.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×