Innlent

Sprengihnalli stolið

Lögreglunni á Seyðisfirði var í vikunni tilkynnt um að stolið hefði verið sprengihnalli við Ufsaveitu. Hnallurinn hefur ekki enn fundist en hann er notaður til að tendra sprenginu.

Af öðrum verkefnum lögreglunnar á Seyðisfirði má nefna að tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur um páskahelgina. Tvö umferðaróhapp urðu í vikunni í öðru þeirra yfirgaf tjónvaldur vettvang án þess að láta vita af sér en í hinu varð bílvelta á Seyðisfjarðarvegi skammt utan við bæinn, ökumann og farþega sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×