Lífið

Fataskápurinn: Anna Sóley Viðarsdóttir

Anna Sóley viðarsdóttir
Anna Sóley viðarsdóttir
„Fatastíllinn minn er breytilegur og kemur í tímabilum. Ég klæði mig meira eftir því hvernig mér líður heldur en hvernig veðrið er úti, sem getur verið stórfenglegt vandamál. Ég verð að viðurkenna að búseta mín í Danmörku hefur tónað mig heilmikið niður, meira dökkt og minna tilraunakennt. Einhvers konar emo-indíánaprinsessa kannski. Ég hef alltaf verið mikið búningafrík, en oftast er ég með eitthvað ákveðið í huga þegar ég klæði mig, hvort sem það er tímabil, manneskja eða árstíð þá er alltaf eitthvað ákveðið sem verður búningurinn minn þann daginn.“

Rick Owens skór – Hmmm, skemmtileg og falleg saga á bak við þessa snilld. Hún fær hins vegar að liggja á milli hluta að þessu sinni. Þeir eru náttúrulega bara trylltir og ég fékk þá að gjöf.

Duffle bag – Jólagjöf frá samstarfskonu minni, henni Evu. Mér finnst hún mjög falleg og mér þykir vænt um hana. Ég nota hana ótrúlega mikið, hvort sem ég er að fara í burtu yfir helgi eða bara í jóga. Ég lánaði hana um daginn og ég saknaði hennar allan tímann sem ég sá hana ekki í herberginu mínu. Hún gerir mig bara glaða. 

Kögurkjóll – Hann er keyptur í Aftur og er úr smiðju Raquel Allegra. Mér finnst hann nothæfur við mörg tækifæri, hvort sem ég er að klæða mig upp á fyrir eitthvert tilefni eða hversdags með grófri peysu og grófum skóm. Fyrir utan það að ég elska kögur, það er aldrei of mikið af því.

Aftur vesti – Fullkomin flík þegar byrjar að kólna í Køben, þá getur maður framlengt alla jakka inn í veturinn. Ég reyni að vera alltaf í því þegar ég ferðast því þetta er náttúrulega besta og smartasta flugvélateppið. Reyndar er það mjög svo ófullkomin hjólaflík, það hef ég lært af biturri reynslu en hvað með það! Þá labba ég bara!

Grá kasmírullarpeysa – Það er ekkert flókið en ég bara elska hana, gerði áður en hún varð mín og mun alltaf gera eftir að ég fékk hana. Hún er líka úr Aftur. Get ekki hugsað mér neitt annað en að vefja henni utan um mig þegar mér er kalt, ég sver það hún framleiðir hita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×