Örplast og oxíð í Raman-smásjá Gissur Örlygsson skrifar 4. maí 2020 08:00 Efnafræðilegar upplýsingar í ýmsu samhengi Nýsköpunarmiðstöð festi nýlega kaup á fullkominni Raman-smásjá. Sjá má fyrir sér að tækið nýtist á fjölmörgum sviðum rannsókna, þróunar og þjónustu. Við rannsóknir á örplasti mun tækið valda straumhvörfum því hægt er á einfaldan hátt að greina tegundir plasts í sýnum af ýmsum toga, svo sem vefjasýnum og sýnum úr sjó. Ekki hefur verið unnt að gera slíkar greiningar hér á landi til þessa. Tækið getur nýst á margan hátt varðandi tæknirannsóknir lögreglu, t.d. við greiningu á trefjum (hári, vefnaði), greiningu á málningu, eiturlyfjum, sprengiefnum og fölsunum af ýmsum toga. Tæringarrannsóknir tengdar jarðhitaiðnaðinum munu njóta góðs af tækninni, t.d. til greininga á oxíðum, súlfíðum og klóríðum. Þá geta rannsóknir og þróun á sviði orkugjafa, lyfja, fæðubótarefna og snyrtivara, fjölliða, lækningatækja og ígræða og efnagreiningartækni notið góðs af tækjabúnaðinum, svo einhver dæmi séu nefnd. Dreifing innihaldsefna í lyfjatöflu og Raman-róf þeirra.Mynd/Horiba Scientific Einfaldur sýnaundirbúningur Mælingar krefjast lágmarksundirbúnings sýna. Ekki þarf t.d. að leysa sýnið upp, draga efni út eða slíkt til að geta mælt. Með skönnun er gert kleift að sjá dreifingu efna í yfirborði sýnis, t.d. má greina samsetningu lyfjatöflu eins og sýnt er á myndinni hér á síðunni. Einnig má skanna ákveðið rúmmál og fá þannig þrívíddargögn um dreifingu, svo fremi að ljós af viðkomandi bylgjulengd nái inn í sýnið. Hægt er að nota tækið til að fylgjast með efnabreytingum með því að skanna yfir tíma og fá þannig upplýsingar um breytingar á hvarfefnum og myndefnum og um hraða breytinganna. Raman-tækið á Nýsköpunarmiðstöð, LabRAM HR Evolution frá Horiba. Titringur og leysiljós Raman-mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss. Notað er leysiljós á sýnilega sviðinu og þar í kring. Raman-greiningar veita efnafræðilegar upplýsingar um sýnið, því að titringstíðni efnatengja og hópa efnatengja er einkennandi fyrir þau. Titringstíðnin og hugsanleg hliðrun hennar ásamt línubreidd gefa einnig upplýsingar um efnafræðilegt umhverfi. Hvert efnasamband hefur sitt einkennandi róf og einnig má greina blöndur efna í þætti. Notast er við gagnabanka með rófum þekktra efna við greiningarnar, en hægt er að bæta gögnum úr eigin mælingum í gagnabankann. Öflug viðbót í greiningarkostum Á heildina litið er um að ræða frábæra viðbót við tækjakost Nýsköpunarmiðstöðvar sem styrkir greiningarkosti á mörgum fagsviðum ásamt því að gefa kost á betri þjónustu við atvinnulíf og stofnanir. Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði með stuðningi stofnana, háskóla og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Efnafræðilegar upplýsingar í ýmsu samhengi Nýsköpunarmiðstöð festi nýlega kaup á fullkominni Raman-smásjá. Sjá má fyrir sér að tækið nýtist á fjölmörgum sviðum rannsókna, þróunar og þjónustu. Við rannsóknir á örplasti mun tækið valda straumhvörfum því hægt er á einfaldan hátt að greina tegundir plasts í sýnum af ýmsum toga, svo sem vefjasýnum og sýnum úr sjó. Ekki hefur verið unnt að gera slíkar greiningar hér á landi til þessa. Tækið getur nýst á margan hátt varðandi tæknirannsóknir lögreglu, t.d. við greiningu á trefjum (hári, vefnaði), greiningu á málningu, eiturlyfjum, sprengiefnum og fölsunum af ýmsum toga. Tæringarrannsóknir tengdar jarðhitaiðnaðinum munu njóta góðs af tækninni, t.d. til greininga á oxíðum, súlfíðum og klóríðum. Þá geta rannsóknir og þróun á sviði orkugjafa, lyfja, fæðubótarefna og snyrtivara, fjölliða, lækningatækja og ígræða og efnagreiningartækni notið góðs af tækjabúnaðinum, svo einhver dæmi séu nefnd. Dreifing innihaldsefna í lyfjatöflu og Raman-róf þeirra.Mynd/Horiba Scientific Einfaldur sýnaundirbúningur Mælingar krefjast lágmarksundirbúnings sýna. Ekki þarf t.d. að leysa sýnið upp, draga efni út eða slíkt til að geta mælt. Með skönnun er gert kleift að sjá dreifingu efna í yfirborði sýnis, t.d. má greina samsetningu lyfjatöflu eins og sýnt er á myndinni hér á síðunni. Einnig má skanna ákveðið rúmmál og fá þannig þrívíddargögn um dreifingu, svo fremi að ljós af viðkomandi bylgjulengd nái inn í sýnið. Hægt er að nota tækið til að fylgjast með efnabreytingum með því að skanna yfir tíma og fá þannig upplýsingar um breytingar á hvarfefnum og myndefnum og um hraða breytinganna. Raman-tækið á Nýsköpunarmiðstöð, LabRAM HR Evolution frá Horiba. Titringur og leysiljós Raman-mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss. Notað er leysiljós á sýnilega sviðinu og þar í kring. Raman-greiningar veita efnafræðilegar upplýsingar um sýnið, því að titringstíðni efnatengja og hópa efnatengja er einkennandi fyrir þau. Titringstíðnin og hugsanleg hliðrun hennar ásamt línubreidd gefa einnig upplýsingar um efnafræðilegt umhverfi. Hvert efnasamband hefur sitt einkennandi róf og einnig má greina blöndur efna í þætti. Notast er við gagnabanka með rófum þekktra efna við greiningarnar, en hægt er að bæta gögnum úr eigin mælingum í gagnabankann. Öflug viðbót í greiningarkostum Á heildina litið er um að ræða frábæra viðbót við tækjakost Nýsköpunarmiðstöðvar sem styrkir greiningarkosti á mörgum fagsviðum ásamt því að gefa kost á betri þjónustu við atvinnulíf og stofnanir. Kaupin voru styrkt af Innviðasjóði með stuðningi stofnana, háskóla og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun