Tenging við land og þjóð Vera Einarsdóttir skrifar 15. desember 2014 17:00 Jóhannes Óskar og Steingrímur Óli deila sömu ástríðu fyrir hauskúpum og hafa tvíeflst eftir að þeir tóku höndum saman. Steingrímur Óli Einarsson og Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson framleiða vegglist úr íslenskum sauðahauskúpum undir nafninu Skallagrímur Design – IcelandicLivestock Art. Hönnunin er óður til uppruna og náttúru Íslands. "Ég fór í rauninni af stað með þetta verkefni í febrúar á síðasta ári. Mig hafði lengi langað til að eignast stóran og fallegan hyrndan hrút til að hengja upp á vegg en gat ekki séð að nokkur væri að bjóða slíkt til sölu. Fólk var að kaupa innflutt dádýr eða gervihausa úr keramik en mér fannst vanta tenginguna við land og þjóð, að notuð væru þau dýr sem þrífast á Íslandi. Ég gerði eina kúpu fyrir mig og fann að aðrir voru mjög áhugasamir og ákvað því að færa út kvíarnar,“ segir Steingrímur Óli Einarsson. Aðspurður ræddi hann fyrst við bændur í leit að efnivið. „Ég komst hins vegar að því að ekki er hægt að fá kúpurnar afhentar beint frá býli. Við þurftum því að útvega leyfi hjá Matvælastofnun, héraðsdýralækni og hinum ýmsu eftirlitsaðilum, sem allir eiga þökk skilið.“Hér er dæmi um náttúrulega útfærslu.MYND/Guðmann Þór BjargmundssonSteingrímur og Óskar fá nú hausana afhenta hjá sláturhúsum. „Okkur finnst sérstaklega ánægjulegt að hugsa til þess að við erum að fullnýta íslenskar landbúnaðarafurðir og gera list úr því sem almennt er ekki nýtt.“ Hann segir að Skallagrímur Design byggi framtíðarsýn sína á ákveðinni fortíðarhyggju. „Allt frá því að mannskepnan byrjaði að ganga upprétt hefur hún nýtt sér bein og dýraafurðir til smíða á verkfærum og skrautmunum. Það má því segja að Skallagrimur Design sé eins konar óður til uppruna mannkyns sem og náttúru Íslands.“ Steingrímur segir framleiðsluna hafa verið mjög frumstæða í byrjun. „Ég vann þetta í stórum potti í flugskýli á Tungubökkum hjá föður mínum, Einari Páli Einarssyni, honum og sjálfum mér til mikils ama. Í sumar hitti ég svo Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, bónda og tónlistarmann frá Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann deildi sömu ástríðu og ég á þessum verkum og kom inn í þetta með mér af fullum krafti. Saman höfum við tvíeflst og þróað saman verklag og vinnuaðferðir sem skila að okkar mati einstaklega góðum árangri.“ Hér er dæmi um lakkaða kúpu.MYND/Guðmann Þór BjargmundssonÍ dag fer grófhreinsun og hvíttun hausanna fram á Hvammstanga. „Síðan erum við með listaaðstöðu í nýsköpunarmiðstöðinni Toppstöðinni í Elliðaárdal þar sem við fullvinnum hausana. Þeir eru ýmist náttúrulegir, lakkaðir eða klæddir hinum ýmsu efnum. Þá tökum við á móti öllum sérpöntunum með opnum hug, sækist fólk eftir útfærslum sem við eigum ekki á lager. Við höfum hingað til verið að vinna með sauði og hrúta. Til stendur að byrja með geitur og önnur dýr; jafnvel minka, refi, hrafna og seli.“ Steingrímur segir listaverkunum hafa verið afar vel tekið. „Hingað til höfum við aðallega selt kúpurnar innanlands en finnum auk þess fyrir miklum áhuga frá útlöndum og hafa nokkrar nú þegar farið til Noregs.“ Kúpurnar eru í dag fánlegar í nýju listagalleríi Hörpu Einarsdóttur, Baugar og bein að Strandgötu 32 í Hafnarfirði, Mink Viking Portrait að Laugavegi 11 og í verzlun Farmers & Friends að Hólmaslóð 2 úti á Granda. Verk Skallagrimur Design má sjá á heimasíðu þeirra www.skallagrimurdesign.is og á Facebook undir leitarheitinu Skallagrimur Design – Icelandic Livestock Art.nvera@365.isMYND/Anna Kristín Scheving Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Steingrímur Óli Einarsson og Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson framleiða vegglist úr íslenskum sauðahauskúpum undir nafninu Skallagrímur Design – IcelandicLivestock Art. Hönnunin er óður til uppruna og náttúru Íslands. "Ég fór í rauninni af stað með þetta verkefni í febrúar á síðasta ári. Mig hafði lengi langað til að eignast stóran og fallegan hyrndan hrút til að hengja upp á vegg en gat ekki séð að nokkur væri að bjóða slíkt til sölu. Fólk var að kaupa innflutt dádýr eða gervihausa úr keramik en mér fannst vanta tenginguna við land og þjóð, að notuð væru þau dýr sem þrífast á Íslandi. Ég gerði eina kúpu fyrir mig og fann að aðrir voru mjög áhugasamir og ákvað því að færa út kvíarnar,“ segir Steingrímur Óli Einarsson. Aðspurður ræddi hann fyrst við bændur í leit að efnivið. „Ég komst hins vegar að því að ekki er hægt að fá kúpurnar afhentar beint frá býli. Við þurftum því að útvega leyfi hjá Matvælastofnun, héraðsdýralækni og hinum ýmsu eftirlitsaðilum, sem allir eiga þökk skilið.“Hér er dæmi um náttúrulega útfærslu.MYND/Guðmann Þór BjargmundssonSteingrímur og Óskar fá nú hausana afhenta hjá sláturhúsum. „Okkur finnst sérstaklega ánægjulegt að hugsa til þess að við erum að fullnýta íslenskar landbúnaðarafurðir og gera list úr því sem almennt er ekki nýtt.“ Hann segir að Skallagrímur Design byggi framtíðarsýn sína á ákveðinni fortíðarhyggju. „Allt frá því að mannskepnan byrjaði að ganga upprétt hefur hún nýtt sér bein og dýraafurðir til smíða á verkfærum og skrautmunum. Það má því segja að Skallagrimur Design sé eins konar óður til uppruna mannkyns sem og náttúru Íslands.“ Steingrímur segir framleiðsluna hafa verið mjög frumstæða í byrjun. „Ég vann þetta í stórum potti í flugskýli á Tungubökkum hjá föður mínum, Einari Páli Einarssyni, honum og sjálfum mér til mikils ama. Í sumar hitti ég svo Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson, bónda og tónlistarmann frá Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann deildi sömu ástríðu og ég á þessum verkum og kom inn í þetta með mér af fullum krafti. Saman höfum við tvíeflst og þróað saman verklag og vinnuaðferðir sem skila að okkar mati einstaklega góðum árangri.“ Hér er dæmi um lakkaða kúpu.MYND/Guðmann Þór BjargmundssonÍ dag fer grófhreinsun og hvíttun hausanna fram á Hvammstanga. „Síðan erum við með listaaðstöðu í nýsköpunarmiðstöðinni Toppstöðinni í Elliðaárdal þar sem við fullvinnum hausana. Þeir eru ýmist náttúrulegir, lakkaðir eða klæddir hinum ýmsu efnum. Þá tökum við á móti öllum sérpöntunum með opnum hug, sækist fólk eftir útfærslum sem við eigum ekki á lager. Við höfum hingað til verið að vinna með sauði og hrúta. Til stendur að byrja með geitur og önnur dýr; jafnvel minka, refi, hrafna og seli.“ Steingrímur segir listaverkunum hafa verið afar vel tekið. „Hingað til höfum við aðallega selt kúpurnar innanlands en finnum auk þess fyrir miklum áhuga frá útlöndum og hafa nokkrar nú þegar farið til Noregs.“ Kúpurnar eru í dag fánlegar í nýju listagalleríi Hörpu Einarsdóttur, Baugar og bein að Strandgötu 32 í Hafnarfirði, Mink Viking Portrait að Laugavegi 11 og í verzlun Farmers & Friends að Hólmaslóð 2 úti á Granda. Verk Skallagrimur Design má sjá á heimasíðu þeirra www.skallagrimurdesign.is og á Facebook undir leitarheitinu Skallagrimur Design – Icelandic Livestock Art.nvera@365.isMYND/Anna Kristín Scheving
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira