Basti er brattur en viðurkennir verðugt verkefni: „Oft hringt í mig þegar enginn annar vill það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 19:30 Sebastian ætlar sér með Fram í úrslitakeppnina að ári. Vísir/Fram Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30
Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49
Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00