Til ábyrgðarmanna Ásta S. Helgadóttir skrifar 18. janúar 2017 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara tekur undir umfjöllun Arnars Inga Ingvarssonar lögmanns um ábyrgðarskuldbindingar, í aðsendri grein hans í Fréttablaðinu þann 10. janúar sl. Líkt og rakið er í greininni er mikilvægt fyrir ábyrgðarmenn að kanna réttarstöðu sína, þegar reynir á gildi ábyrgðarskuldbindinga. Umboðsmaður skuldara hóf það verkefni árið 2011, að veita þá þjónustu að aðstoða einstaklinga við að kanna gildi ábyrgðarskuldbindinga. Framangreind þjónusta fólst í að kanna hvort gætt hafi verið að gildandi reglum þegar til ábyrgðarinnar var stofnað. Yfir 1.300 erindi bárust embættinu, bæði frá ábyrgðarmönnum þeirra skuldara sem sótt höfðu um úrræði hjá embættinu, sem og frá ábyrgðarmönnum ótengdum úrræðum embættisins. Niðurstaða könnunar í um 1.300 málum var sú að telja mátti ábyrgðarskuldbindingar ógildar í þriðjungi málanna. Þetta viðamikla verkefni embættisins leiddi til stefnumótunar hjá hlutaðeigandi fjármálastofnunum við könnun á gildi ábyrgðarskuldbindinga. Verkefnið þróaðist á þann veg að ábyrgðarmenn áttu með auðveldum hætti að geta leitað til fjármálastofnunar, til að fá gögn og upplýsingar um sannanlegt gildi ábyrgðarinnar. Í dag leiðbeinir embættið ábyrgðarmönnum, sem vilja kanna hvort gætt hafi verið að gildandi reglum við stofnun ábyrgðar, að leita í útibú viðkomandi fjármálafyrirtækis og óska eftir tilteknum gögnum og afstöðu til ábyrgðarinnar. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu embættisins, s.s. um þau gögn sem ber að afla og til hvaða reglna ber að líta við könnun á gildi ábyrgðar, sbr. www.ums.is. Vakin skal athygli á því að reglur um ábyrgðir samkvæmt samkomulagi frá árinu 1998 og 2001 gilda ekki um lífeyrissjóði og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Ábyrgðarmenn eru jafnframt hvattir til að kanna hvort ábyrgðarskuldbinding sé fyrnd. Ef aðalskuldari sækir um greiðsluaðlögun og kemst í svokallað greiðsluskjól við samþykkt umsóknar, þá er kröfuhöfum óheimilt að innheimta kröfur sínar á hendur ábyrgðarmönnum á meðan greiðsluskjól varir, sbr. lög um greiðsluaðlögun einstaklinga. Embættið vill þó vekja athygli á því að ábyrgðarmönnum er heimilt að greiða, af sjálfsdáðum, ábyrgðarskuldbindingar sínar meðan greiðsluskjól aðalskuldara varir, kjósi þeir það. Ábyrgðarmaður kann að sjá hag sinn í því til að koma í veg fyrir hækkun skuldarinnar í greiðsluskjóli. Þetta getur átt við í þeim tilvikum þegar ábyrgð telst gild, ófyrnd og staðfest er að ábyrgð verði virk þegar greiðsluskjóli lýkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara tekur undir umfjöllun Arnars Inga Ingvarssonar lögmanns um ábyrgðarskuldbindingar, í aðsendri grein hans í Fréttablaðinu þann 10. janúar sl. Líkt og rakið er í greininni er mikilvægt fyrir ábyrgðarmenn að kanna réttarstöðu sína, þegar reynir á gildi ábyrgðarskuldbindinga. Umboðsmaður skuldara hóf það verkefni árið 2011, að veita þá þjónustu að aðstoða einstaklinga við að kanna gildi ábyrgðarskuldbindinga. Framangreind þjónusta fólst í að kanna hvort gætt hafi verið að gildandi reglum þegar til ábyrgðarinnar var stofnað. Yfir 1.300 erindi bárust embættinu, bæði frá ábyrgðarmönnum þeirra skuldara sem sótt höfðu um úrræði hjá embættinu, sem og frá ábyrgðarmönnum ótengdum úrræðum embættisins. Niðurstaða könnunar í um 1.300 málum var sú að telja mátti ábyrgðarskuldbindingar ógildar í þriðjungi málanna. Þetta viðamikla verkefni embættisins leiddi til stefnumótunar hjá hlutaðeigandi fjármálastofnunum við könnun á gildi ábyrgðarskuldbindinga. Verkefnið þróaðist á þann veg að ábyrgðarmenn áttu með auðveldum hætti að geta leitað til fjármálastofnunar, til að fá gögn og upplýsingar um sannanlegt gildi ábyrgðarinnar. Í dag leiðbeinir embættið ábyrgðarmönnum, sem vilja kanna hvort gætt hafi verið að gildandi reglum við stofnun ábyrgðar, að leita í útibú viðkomandi fjármálafyrirtækis og óska eftir tilteknum gögnum og afstöðu til ábyrgðarinnar. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu embættisins, s.s. um þau gögn sem ber að afla og til hvaða reglna ber að líta við könnun á gildi ábyrgðar, sbr. www.ums.is. Vakin skal athygli á því að reglur um ábyrgðir samkvæmt samkomulagi frá árinu 1998 og 2001 gilda ekki um lífeyrissjóði og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Ábyrgðarmenn eru jafnframt hvattir til að kanna hvort ábyrgðarskuldbinding sé fyrnd. Ef aðalskuldari sækir um greiðsluaðlögun og kemst í svokallað greiðsluskjól við samþykkt umsóknar, þá er kröfuhöfum óheimilt að innheimta kröfur sínar á hendur ábyrgðarmönnum á meðan greiðsluskjól varir, sbr. lög um greiðsluaðlögun einstaklinga. Embættið vill þó vekja athygli á því að ábyrgðarmönnum er heimilt að greiða, af sjálfsdáðum, ábyrgðarskuldbindingar sínar meðan greiðsluskjól aðalskuldara varir, kjósi þeir það. Ábyrgðarmaður kann að sjá hag sinn í því til að koma í veg fyrir hækkun skuldarinnar í greiðsluskjóli. Þetta getur átt við í þeim tilvikum þegar ábyrgð telst gild, ófyrnd og staðfest er að ábyrgð verði virk þegar greiðsluskjóli lýkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar