Jóhanna Vigdís í hópi nýrra starfsmanna Samtaka iðnaðarins atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2017 08:47 Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Vísir/Stefán Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er í hópi þriggja manna sem hafa verið ráðnir til Samtaka iðnaðarins. Hún hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum hjá samtökunum. Þá hefur Bryndís Jónatansdóttir verið ráðin sérfræðingur í greiningum innan hugverkasviðs og framleiðslu- og matvælasviðs SI og Vignir Örn Guðmundsson sérfræðingur á hugverkasviði SI. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Jóhanna Vigdís hafi starfað sem leikkona og söngkona í fjölda ára og verið fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá árinu 2000. „Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum og sungið inn á fjölda geisladiska. Jóhanna Vigdís er útskrifuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands og hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess sem hún hefur BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands.“ Starf Bryndísar er nýtt starf innan samtakanna. „Bryndís hefur starfað sem sérfræðingur í skapandi greinum, meðal annars í vinnuhóp fyrir málþing um tölfræði menningar og skapandi greina árið 2015 og var verkefnastjóri hjá Rannsóknarmiðstöð skapandi greina sama ár. Þá hefur hún starfað sem verkefnastjóri margvíslegra viðburða tengdum frumkvöðlum og nýsköpun. Bryndís er með BS í Business Administration and Service Management og MS í Management of Creative Business Processes frá Copenhagen Business School.“ Vignir Örn er formaður Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. „Hann er einn af stofnendum Radiant Games og hefur verið framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins frá árinu 2014. Vignir Örn starfaði um skeið hjá Fraunhofer CESE í Maryland, þar sem hann vann að hugbúnaðarprófunum fyrir NASA. Hann hefur einnig fengist við kennslu í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum. Vignir Örn er með BS í stærðfræði og MS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.“ Haft er eftir Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, að þetta mikinn liðsauka fyrir samtökin. „Þau koma öll þrjú með þekkingu og reynslu á sviðum sem eru mikilvæg fyrir iðnaðinn. Fjölbreyttur bakgrunnur þeirra mun nýtast vel fyrir aðildarfyrirtækin okkar hvort heldur er á sviði hugverka, framleiðslu eða menntamála. Ég er því sannfærður um að þau eiga eftir að reynast okkur góðir liðsmenn,“ segir Almar. Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er í hópi þriggja manna sem hafa verið ráðnir til Samtaka iðnaðarins. Hún hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum hjá samtökunum. Þá hefur Bryndís Jónatansdóttir verið ráðin sérfræðingur í greiningum innan hugverkasviðs og framleiðslu- og matvælasviðs SI og Vignir Örn Guðmundsson sérfræðingur á hugverkasviði SI. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Jóhanna Vigdís hafi starfað sem leikkona og söngkona í fjölda ára og verið fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá árinu 2000. „Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum og sungið inn á fjölda geisladiska. Jóhanna Vigdís er útskrifuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands og hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess sem hún hefur BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands.“ Starf Bryndísar er nýtt starf innan samtakanna. „Bryndís hefur starfað sem sérfræðingur í skapandi greinum, meðal annars í vinnuhóp fyrir málþing um tölfræði menningar og skapandi greina árið 2015 og var verkefnastjóri hjá Rannsóknarmiðstöð skapandi greina sama ár. Þá hefur hún starfað sem verkefnastjóri margvíslegra viðburða tengdum frumkvöðlum og nýsköpun. Bryndís er með BS í Business Administration and Service Management og MS í Management of Creative Business Processes frá Copenhagen Business School.“ Vignir Örn er formaður Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. „Hann er einn af stofnendum Radiant Games og hefur verið framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins frá árinu 2014. Vignir Örn starfaði um skeið hjá Fraunhofer CESE í Maryland, þar sem hann vann að hugbúnaðarprófunum fyrir NASA. Hann hefur einnig fengist við kennslu í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum. Vignir Örn er með BS í stærðfræði og MS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.“ Haft er eftir Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, að þetta mikinn liðsauka fyrir samtökin. „Þau koma öll þrjú með þekkingu og reynslu á sviðum sem eru mikilvæg fyrir iðnaðinn. Fjölbreyttur bakgrunnur þeirra mun nýtast vel fyrir aðildarfyrirtækin okkar hvort heldur er á sviði hugverka, framleiðslu eða menntamála. Ég er því sannfærður um að þau eiga eftir að reynast okkur góðir liðsmenn,“ segir Almar.
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira