Jafnrétti í raun Ásgerður Halldórsdóttir skrifar 18. janúar 2017 07:00 Seltjarnarnesbær hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í desember sl. Ég vil fagna að Þorsteinn Víglundsson, nýr ráðherra félags- og jafnréttismála, ætli að láta það vera sitt fyrsta verk að leggja fram frumvarp að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri láti framkvæma jafnlaunavottun. Þetta hefði átt að vera komið á fyrir löngu. Með jafnlaunaúttekt geta bæjarfulltrúar sveitarfélaga séð hvernig launasetning sveitarfélagsins er meðal starfsmanna bæjarins og þannig komið í veg fyrir kynbundinn launamun. PwC framkvæmdi jafnlaunaúttekt á launagögnum hjá Seltjarnarnesbæ fyrir launatímabilið febrúar 2016. Í tilkynningu frá PwC er þessi mæling sögð sú fyrsta sem þeir hafa framkvæmt meðal fyrirtækja og stofnana, þar sem laun kvenna mælast hærri en laun karla bæði í grunnlaunum og heildarlaunum. Niðurstaðan var eftirfarandi: Grunnvinnulaun kvenna voru 2,7% hærri en grunnlaun karla. Heildarlaun kvenna voru 0,9% hærri en heildarlaun karla. PwC veitir fyrirtækjum og stofnunum Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC ef bæði launamunur grunnlauna og heildarlauna er undir 3,5% sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Fulltrúar PwC segja að afar vel hafi tekist til við að ná utan um og útskýra launadreifingu í greiningunni á grundvelli þeirra fjölmörgu ólíku breyta sem notaðar voru. Skýringargildi launadreifingar er sérlega hátt, eða 91% og því aðeins 9% launadreifingar sem er óútskýrt. Óvissa í túlkun niðurstaðna er því hverfandi. Það er afar jákvætt fyrir bæjarfélagið að hljóta gullmerkið, það sýnir staðfestu bæjarstjórnar að stuðla að jafnrétti og gerir bæinn að eftirsóknarverðari vinnustað. Launamunur hjá Seltjarnarnesbæ er mjög lágur og engar vísbendingar að um kerfisbundinn launamun sé að ræða. Seltjarnarnes er með lægsta launamun sem mælst hefur á heildarlaunum meðal opinberra stofnana og bæjarfélaga. Ég hvet félaga mína í sveitarstjórnum til að láta framkvæma jafnlaunaúttekt sem allra fyrst, þetta er tæki til að jafna kynbundinn launamun sé hann til staðar. Sveitarstjórnarfólk á að vera stolt yfir því að geta upplýst kjósendur sína og starfsmenn bæjarfélagsins, um að ekki sé til staðar kynbundinn launamunur í þeirra sveitarfélagi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Seltjarnarnesbær hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í desember sl. Ég vil fagna að Þorsteinn Víglundsson, nýr ráðherra félags- og jafnréttismála, ætli að láta það vera sitt fyrsta verk að leggja fram frumvarp að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri láti framkvæma jafnlaunavottun. Þetta hefði átt að vera komið á fyrir löngu. Með jafnlaunaúttekt geta bæjarfulltrúar sveitarfélaga séð hvernig launasetning sveitarfélagsins er meðal starfsmanna bæjarins og þannig komið í veg fyrir kynbundinn launamun. PwC framkvæmdi jafnlaunaúttekt á launagögnum hjá Seltjarnarnesbæ fyrir launatímabilið febrúar 2016. Í tilkynningu frá PwC er þessi mæling sögð sú fyrsta sem þeir hafa framkvæmt meðal fyrirtækja og stofnana, þar sem laun kvenna mælast hærri en laun karla bæði í grunnlaunum og heildarlaunum. Niðurstaðan var eftirfarandi: Grunnvinnulaun kvenna voru 2,7% hærri en grunnlaun karla. Heildarlaun kvenna voru 0,9% hærri en heildarlaun karla. PwC veitir fyrirtækjum og stofnunum Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC ef bæði launamunur grunnlauna og heildarlauna er undir 3,5% sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Fulltrúar PwC segja að afar vel hafi tekist til við að ná utan um og útskýra launadreifingu í greiningunni á grundvelli þeirra fjölmörgu ólíku breyta sem notaðar voru. Skýringargildi launadreifingar er sérlega hátt, eða 91% og því aðeins 9% launadreifingar sem er óútskýrt. Óvissa í túlkun niðurstaðna er því hverfandi. Það er afar jákvætt fyrir bæjarfélagið að hljóta gullmerkið, það sýnir staðfestu bæjarstjórnar að stuðla að jafnrétti og gerir bæinn að eftirsóknarverðari vinnustað. Launamunur hjá Seltjarnarnesbæ er mjög lágur og engar vísbendingar að um kerfisbundinn launamun sé að ræða. Seltjarnarnes er með lægsta launamun sem mælst hefur á heildarlaunum meðal opinberra stofnana og bæjarfélaga. Ég hvet félaga mína í sveitarstjórnum til að láta framkvæma jafnlaunaúttekt sem allra fyrst, þetta er tæki til að jafna kynbundinn launamun sé hann til staðar. Sveitarstjórnarfólk á að vera stolt yfir því að geta upplýst kjósendur sína og starfsmenn bæjarfélagsins, um að ekki sé til staðar kynbundinn launamunur í þeirra sveitarfélagi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar