Erlent

Karlkynið alltaf eins

Vísindamenn hafa nú fundið enn eina sönnun þess að apar og menn, og þá kannski helst karlmenn, eru náskyldir. Nýlega var gerð tilraun á því við Duke-háskóla í Bandaríkjunum hvort karlkyns apar tækju myndir af afturenda kvenapa fram yfir ávaxtasafa. Og viti menn - frændur vorir voru miklu spenntari fyrir því að skoða bert hold en að væta kverkarnar. Hagnýting niðurstaðna þessarar tilraunar liggur hins vegar ekki fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×