Innlent

Hvalur á land í Kelduhverfi

Andanefju rak á land vestast á Lónsreka í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjasýslu. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík, segir andanefjuna 7,4 metra langa. Hún virðist hafa velkst um í sjónum í nokkra daga. "Ég hef áhuga á að ná í beinagrindina en hvalurinn verður að fá að rotna um tíma. Í vor getum við farið að skoða hann og ná í beinin," segir Ásbjörn. Sjaldgæft sé að andanefjur reki á land, sérstaklega erlendis. Margir hafi haft samband og lýst áhuga á að eignast bein slíkra hvala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×