Staða ferðaþjónustunnar í íslensku samfélagi Ólöf Ýrr Atladóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Ég hef að undanförnu birt skrif, sem ætlað er að setja fram ákveðna sýn á sérstöðu ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Grundvöllur þeirra skrifa hefur verið nokkuð víð túlkun á hugtakinu „auðlindir“ með hliðsjón af ferðaþjónustunni, þar sem ekki eingöngu er horft til til gæða náttúrunnar, heldur einnig menningar okkar, mannlífs, mannauðs og samfélagsgerðar allrar. Hér á eftir fer síðasta samantekt mín um þessi efni.Innviðirnir og regluverkið Eins og fram kemur í fyrri grein er ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja mikil gagnvart íslensku samfélagi. En á sama tíma bera samfélagið og stofnanir þess ábyrgð gagnvart greininni. Mörg verk bíða opinberra stofnana og sveitarfélaganna, þegar kemur að því að tryggja jákvæðan vöxt atvinnugreinarinnar til framtíðar. Áríðandi er að samþætting hinna margvíslegu opinberu áætlana sem koma við sögu ferðaþjónustunnar verði aukin. Í þessu samhengi má ekki skorast undan því að skilgreina þau verkefni sem eiga að vera á könnu hins opinbera, hvernig stoðkerfið sé að sinna þeim innan núverandi skipulags og með hvaða hætti hægt er að tryggja að skipulag þess sé skilvirkt gagnvart atvinnugrein og samfélagi. Á sama tíma þarf að skapa einfalt, skýrt og gegnsætt regluverk um ferðaþjónustuna, þar sem nauðsynlegar kröfur eru gerðar til þroskaðrar atvinnugreinar – og tryggja að fyrirtæki fái nauðsynlega þjónustu við að uppfylla öll aðgangsskilyrði með réttum hætti. Þegar hefur verið rætt um mikilvægi þess að móta framtíðarsýn í menntamálum fyrir ferðaþjónustuna, en það er ekki síður mikilvægt að horfa til annarra verkefna hins opinbera í þessu samhengi. Til dæmis þurfa bæði samgönguáætlun og vegaáætlun hverju sinni að taka mið af þörfum ferðaþjónustunnar, bæði hvað varðar framkvæmdir og þjónustu við vega- og samgöngukerfið. Ríki og sveitarfélög þurfa að gera sér í ríkari mæli grein fyrir mikilvægi þess að tekið sé tillit til ferðaþjónustunnar í skipulagsvinnu, bæði í byggð og utan byggðar. Tryggja þarf fagmennsku í yfirferð á skipulags- og verkefnaáætlunum ferðaþjónustutengdra verkefna til að koma í veg fyrir slys sem erfitt er að bæta. Í rammaáætlunarvinnu um nýtingu auðlinda þarf enn fremur að tryggja sess ferðaþjónustunnar. Þá þarf að taka mið af því að eins og aðrar atvinnugreinar getur ferðaþjónustan nýtt sér náttúruauðlindir bæði undir formerkjum sjálfbærni og rányrkju, en að hún eigi að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar í þessari vinnu, enda jafngild atvinnugrein og aðrar í landinu.Langtímastefna í rannsóknum Í þessu samhengi er rétt að minna á að hlutlægu rannsóknarstarfi á áhrifum ferðaþjónustunnar á samfélag og umhverfi hefur lítið verið sinnt, bæði með hliðsjón af jákvæðum og neikvæðum þáttum. Vísa má til vaxandi áhyggna af umhverfisáhrifum ferðamanna á mengunarþætti, losun úrgangs o.fl. á viðkvæmum stöðum í og utan byggðar í þessu samhengi. Löngu tímabært er að staðfest verði og fjármögnuð langtímastefna í rannsóknum fyrir ferðaþjónustuna, þar sem byggt er m.a. á þarfagreiningu Ferðamálastofu frá árinu 2013 og tryggt að rannsóknir fyrir þessa atvinnugrein falli undir sömu forsendur og aðrar hagnýtar rannsóknir, bæði hvað varðar fjárveitingar, en ekki síður hvað varðar samkeppnisumhverfi og gæðakröfur. Á sama tíma þarf að tryggja framlög til reglubundinnar gagnaöflunar og vöktunarverkefna af ýmsu tagi, sem nýtast síðan áfram inn í frekari rannsóknir. Augljóst er að innan stjórnsýslunnar er mikið verk að vinna – en við skulum muna að þetta eru bæði krefjandi verkefni og skemmtileg. Þau varða ekki bara ferðaþjónustuna, heldur vekja djúpstæðar spurningar um það hvernig samfélag við viljum búa afkomendum okkar til framtíðar. Ferðaþjónustan er nefnilega í eðli sínu samfélagsmál.Samskiptin og samfélagið Mér sýnist af því sem hér hefur verið rakið að það sé nauðsynlegt að við gerum okkur eins konar samfélagssáttmála um það hvað við viljum með þessa mikilvægu atvinnugrein. Á undanförnum misserum hafa þær raddir orðið háværari sem finna atvinnugreininni ýmislegt til foráttu og ljóst að nokkur hópur fólks er uggandi yfir því í hvaða átt atvinnugreinin er að þróast. Nýbirt könnun Ferðamálastofu um viðhorf heimamanna til ferðaþjónustunnar gefur til kynna að enn sé fólk almennt jákvætt gagnvart ferðaþjónustunni, en ákveðin svör benda til þess að á sumum sviðum þurfi atvinnugreinin að vinna heimavinnuna sína þannig að komið verði í veg fyrir að hin nauðsynlega sátt milli hennar og þjóðarinnar rofni. Einkum virðist um að ræða núning sem rekja má til aðgengis-, umhverfis- og skipulagssjónarmiða. Hér þurfa ekki síst stjórnvöld að eiga í lifandi samræðum við íbúa landsins og tryggja að ferðaþjónustan vaxi og dafni til framtíðar í samhengi við samfélag og umhverfi. Á næstunni þurfum við að svara ýmsum spurningum saman, m.a.: Hvernig gestgjafar viljum við vera? Með hvaða hætti viljum við bjóða fólki að ferðast um landið, hvar viljum við bjóða flestum heim og hvar viljum við mögulega geta takmarkað aðgang? Hvernig störf viljum við að verði til innan atvinnugreinarinnar? Hvernig viljum við skipuleggja samfélag okkar og umhverfi– hvaða skilaboð viljum við senda gestum okkar um okkar sjálfsmynd sem þjóðar? Hvernig forðumst við núning milli atvinnugreinarinnar og heimamanna? Ferðaþjónustunni halda engin bönd sem stendur. Hún getur orðið mikilvægur og varanlegur drifkraftur að betra mannlífi á Íslandi til langrar framtíðar, ef rétt er á málum haldið. En það er okkar að tryggja að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef að undanförnu birt skrif, sem ætlað er að setja fram ákveðna sýn á sérstöðu ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Grundvöllur þeirra skrifa hefur verið nokkuð víð túlkun á hugtakinu „auðlindir“ með hliðsjón af ferðaþjónustunni, þar sem ekki eingöngu er horft til til gæða náttúrunnar, heldur einnig menningar okkar, mannlífs, mannauðs og samfélagsgerðar allrar. Hér á eftir fer síðasta samantekt mín um þessi efni.Innviðirnir og regluverkið Eins og fram kemur í fyrri grein er ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja mikil gagnvart íslensku samfélagi. En á sama tíma bera samfélagið og stofnanir þess ábyrgð gagnvart greininni. Mörg verk bíða opinberra stofnana og sveitarfélaganna, þegar kemur að því að tryggja jákvæðan vöxt atvinnugreinarinnar til framtíðar. Áríðandi er að samþætting hinna margvíslegu opinberu áætlana sem koma við sögu ferðaþjónustunnar verði aukin. Í þessu samhengi má ekki skorast undan því að skilgreina þau verkefni sem eiga að vera á könnu hins opinbera, hvernig stoðkerfið sé að sinna þeim innan núverandi skipulags og með hvaða hætti hægt er að tryggja að skipulag þess sé skilvirkt gagnvart atvinnugrein og samfélagi. Á sama tíma þarf að skapa einfalt, skýrt og gegnsætt regluverk um ferðaþjónustuna, þar sem nauðsynlegar kröfur eru gerðar til þroskaðrar atvinnugreinar – og tryggja að fyrirtæki fái nauðsynlega þjónustu við að uppfylla öll aðgangsskilyrði með réttum hætti. Þegar hefur verið rætt um mikilvægi þess að móta framtíðarsýn í menntamálum fyrir ferðaþjónustuna, en það er ekki síður mikilvægt að horfa til annarra verkefna hins opinbera í þessu samhengi. Til dæmis þurfa bæði samgönguáætlun og vegaáætlun hverju sinni að taka mið af þörfum ferðaþjónustunnar, bæði hvað varðar framkvæmdir og þjónustu við vega- og samgöngukerfið. Ríki og sveitarfélög þurfa að gera sér í ríkari mæli grein fyrir mikilvægi þess að tekið sé tillit til ferðaþjónustunnar í skipulagsvinnu, bæði í byggð og utan byggðar. Tryggja þarf fagmennsku í yfirferð á skipulags- og verkefnaáætlunum ferðaþjónustutengdra verkefna til að koma í veg fyrir slys sem erfitt er að bæta. Í rammaáætlunarvinnu um nýtingu auðlinda þarf enn fremur að tryggja sess ferðaþjónustunnar. Þá þarf að taka mið af því að eins og aðrar atvinnugreinar getur ferðaþjónustan nýtt sér náttúruauðlindir bæði undir formerkjum sjálfbærni og rányrkju, en að hún eigi að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar í þessari vinnu, enda jafngild atvinnugrein og aðrar í landinu.Langtímastefna í rannsóknum Í þessu samhengi er rétt að minna á að hlutlægu rannsóknarstarfi á áhrifum ferðaþjónustunnar á samfélag og umhverfi hefur lítið verið sinnt, bæði með hliðsjón af jákvæðum og neikvæðum þáttum. Vísa má til vaxandi áhyggna af umhverfisáhrifum ferðamanna á mengunarþætti, losun úrgangs o.fl. á viðkvæmum stöðum í og utan byggðar í þessu samhengi. Löngu tímabært er að staðfest verði og fjármögnuð langtímastefna í rannsóknum fyrir ferðaþjónustuna, þar sem byggt er m.a. á þarfagreiningu Ferðamálastofu frá árinu 2013 og tryggt að rannsóknir fyrir þessa atvinnugrein falli undir sömu forsendur og aðrar hagnýtar rannsóknir, bæði hvað varðar fjárveitingar, en ekki síður hvað varðar samkeppnisumhverfi og gæðakröfur. Á sama tíma þarf að tryggja framlög til reglubundinnar gagnaöflunar og vöktunarverkefna af ýmsu tagi, sem nýtast síðan áfram inn í frekari rannsóknir. Augljóst er að innan stjórnsýslunnar er mikið verk að vinna – en við skulum muna að þetta eru bæði krefjandi verkefni og skemmtileg. Þau varða ekki bara ferðaþjónustuna, heldur vekja djúpstæðar spurningar um það hvernig samfélag við viljum búa afkomendum okkar til framtíðar. Ferðaþjónustan er nefnilega í eðli sínu samfélagsmál.Samskiptin og samfélagið Mér sýnist af því sem hér hefur verið rakið að það sé nauðsynlegt að við gerum okkur eins konar samfélagssáttmála um það hvað við viljum með þessa mikilvægu atvinnugrein. Á undanförnum misserum hafa þær raddir orðið háværari sem finna atvinnugreininni ýmislegt til foráttu og ljóst að nokkur hópur fólks er uggandi yfir því í hvaða átt atvinnugreinin er að þróast. Nýbirt könnun Ferðamálastofu um viðhorf heimamanna til ferðaþjónustunnar gefur til kynna að enn sé fólk almennt jákvætt gagnvart ferðaþjónustunni, en ákveðin svör benda til þess að á sumum sviðum þurfi atvinnugreinin að vinna heimavinnuna sína þannig að komið verði í veg fyrir að hin nauðsynlega sátt milli hennar og þjóðarinnar rofni. Einkum virðist um að ræða núning sem rekja má til aðgengis-, umhverfis- og skipulagssjónarmiða. Hér þurfa ekki síst stjórnvöld að eiga í lifandi samræðum við íbúa landsins og tryggja að ferðaþjónustan vaxi og dafni til framtíðar í samhengi við samfélag og umhverfi. Á næstunni þurfum við að svara ýmsum spurningum saman, m.a.: Hvernig gestgjafar viljum við vera? Með hvaða hætti viljum við bjóða fólki að ferðast um landið, hvar viljum við bjóða flestum heim og hvar viljum við mögulega geta takmarkað aðgang? Hvernig störf viljum við að verði til innan atvinnugreinarinnar? Hvernig viljum við skipuleggja samfélag okkar og umhverfi– hvaða skilaboð viljum við senda gestum okkar um okkar sjálfsmynd sem þjóðar? Hvernig forðumst við núning milli atvinnugreinarinnar og heimamanna? Ferðaþjónustunni halda engin bönd sem stendur. Hún getur orðið mikilvægur og varanlegur drifkraftur að betra mannlífi á Íslandi til langrar framtíðar, ef rétt er á málum haldið. En það er okkar að tryggja að svo verði.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar