Af plánetum og spítalakostnaði Eymundur Sveinn Leifsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Í geimnum er pláneta. Pláneta þessi ber nafnið Plútó og er hvorki meira né minna en 7.500 km að ummáli. Það, fyrir dauðlega menn, kann að virðast nokkuð stórt. En hafðu þig hægan, lagsmaður/lagskona, því í geimnum er nefnilega önnur pláneta. Sú heitir Jörðin og er um 40.000 km að ummáli. Jörðin er því rúmlega fimmfalt stærri en Plútó. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Því í geimnum er einnig Sólin, sú er 4,4 milljónir km að ummáli sem gerir hana hundrað og tífalt stærri en Jörðina og næstum sexhundruðfalt stærri en Plútó. Ef við nú ímyndum okkur nýja spítalabyggingu og beinan kostnað við hana. Ef við segjum að hönnunarkostnaður spítalans sé Plútó þá má líkja fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður og tækjakaup) við Jörðina. Sólin er aftur á móti rekstrarkostnaður spítalans á líftíma hans. Er þá reiknað með eðlilegum líftíma, þ.e. byggingin er sögð dauð áður en það telst eðlilegt að nýta ganga sem legupláss fyrir sjúklinga og áður en sveppur fer að hreiðra um sig í hverjum krók og kima. Hvet ég nú alla til að skella sér á internetið og skoða myndir þar sem stærð Plútós og Sólarinnar er borin saman. Munurinn er gígantískur. Vissulega eru stærðarhlutföllin á milli hönnunar- og byggingarkostnaðar annarsvegar og rekstrarkostnaðar hinsvegar breytileg á milli verkefna en reynslan sýnir víðsvegar um heim að þessi samanburður er ekki fjarri lagi. Stærðin sem ber að einblína á hér er því rekstrarkostnaðurinn, Sólin. Háskólasjúkrahúsið í Ósló (HSO) er í snemmfasa (e. early phase) skipulagsferli varðandi uppfærslu á aðbúnaði og byggingamassa. Landspítalinn og HSO eiga margt sameiginlegt. Til dæmis eru bæði sjúkrahúsin landssjúkrahús, þ.e. þau veita sérhæfða og krefjandi þjónustu fyrir allt landið sem og almenna heilbrigðisþjónustu. Í Reykjavík eru tvær stórar spítalabyggingar auk starfsemi vítt og breitt um borgina en í Ósló eru fjórir meginspítalar auk annarrar starfsemi. Spítalabyggingar HSO eru sambland af nýlegum byggingum, vernduðum byggingum og byggingum í hálfgerðri niðurníðslu. Eitthvað sem minnir um margt á ástandið heima á Íslandi. Svona mætti áfram telja. Í HSO-verkefninu eru í heild níu valmöguleikar uppi á borðinu sem allir miða að því að koma aðstöðunni í slíkt horf að unnt sé að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu til ársins 2060. Þegar upp var staðið reyndist næstdýrasti kosturinn (einn möguleikanna þar sem öllu er safnað á einn stað) fjárhagslega vænlegastur. Það þrátt fyrir rúmlega 10 milljarða norskra króna mun á honum og þeim ódýrasta.Á allt öðru plani Þegar þetta er skrifað er kjaradeila lækna og ríkis nýleyst og fregnir herma að læknar hafi fengið vilyrði fyrir fjárfestingu ríkisins í aðbúnaðinum á spítalanum. Það er vel, því í efnahagskafla snemmfasaskýrslunnar fyrir HSO-verkefnið eru teknir til nokkrir samfélagslegir þættir sem nýr spítali hefur áhrif á og þá í kjölfarið hagkerfið í Ósló. Einn þeirra er nýliðun á spítalanum. Samkvæmt skýrslunni er stærð og gæði starfsumhverfisins stærsti og mikilvægasti þátturinn varðandi val á vinnustað, sérlega fyrir yngri starfsmenn og það að safna allri starfseminni á einn stað muni virka jákvætt á þennan þátt. Þetta kemur heim og saman við það sem ég upplifi í Ósló. Eftir að ég flutti hingað hef ég kynnst töluverðu af íslensku heilbrigðisstarfsfólki, bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem öll eru á aldrinum 30-45 ára. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ákaflega vel liðnir starfskraftar á vinnustað sem er sá eftirsóttasti fyrir norskt heilbrigðisstarfsfólk, og einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum. Það sem verra er, á fæstum þeirra er fararsnið. Kaupmáttur og vinnuaðstaða er einfaldlega á allt öðru plani en heima á Íslandi. Sem Óslóarbúa finnst mér það ægilega fínt. Það er gott að eiga hauka í horni á þessari heilbrigðisstofnun og þá eru læknarnir sérlega lélegir í vörn í bumbuboltanum á miðvikudögum. Íslendingurinn í mér getur þó ekki annað en óttast þróunina sem á sér stað í starfsmannamálum Landspítalans. Í mínum huga er þetta einfalt. Aðbúnaður Landspítalans er 30-40 árum á eftir því sem gerist á Norðurlöndunum. Ég gæti t.d. skrifað langa ritgerð um þá tækni sem notuð er í dag til flutninga á vörum, sjúkrarúmum og lífsýnum innan spítala. Tækni sem vöntun er á heima en er staðalbúnaður á öllum betri spítölum Norðurlandanna. Landspítalinn er einfaldlega barn síns tíma og það á að vera algjör forgangsröðun hjá okkur sem samfélagi að hafa heilbrigðisþjónustuna á mannsæmandi plani. Peningalega og samfélagslega er nákvæmlega ekkert vit í að fresta þessu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Í geimnum er pláneta. Pláneta þessi ber nafnið Plútó og er hvorki meira né minna en 7.500 km að ummáli. Það, fyrir dauðlega menn, kann að virðast nokkuð stórt. En hafðu þig hægan, lagsmaður/lagskona, því í geimnum er nefnilega önnur pláneta. Sú heitir Jörðin og er um 40.000 km að ummáli. Jörðin er því rúmlega fimmfalt stærri en Plútó. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Því í geimnum er einnig Sólin, sú er 4,4 milljónir km að ummáli sem gerir hana hundrað og tífalt stærri en Jörðina og næstum sexhundruðfalt stærri en Plútó. Ef við nú ímyndum okkur nýja spítalabyggingu og beinan kostnað við hana. Ef við segjum að hönnunarkostnaður spítalans sé Plútó þá má líkja fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður og tækjakaup) við Jörðina. Sólin er aftur á móti rekstrarkostnaður spítalans á líftíma hans. Er þá reiknað með eðlilegum líftíma, þ.e. byggingin er sögð dauð áður en það telst eðlilegt að nýta ganga sem legupláss fyrir sjúklinga og áður en sveppur fer að hreiðra um sig í hverjum krók og kima. Hvet ég nú alla til að skella sér á internetið og skoða myndir þar sem stærð Plútós og Sólarinnar er borin saman. Munurinn er gígantískur. Vissulega eru stærðarhlutföllin á milli hönnunar- og byggingarkostnaðar annarsvegar og rekstrarkostnaðar hinsvegar breytileg á milli verkefna en reynslan sýnir víðsvegar um heim að þessi samanburður er ekki fjarri lagi. Stærðin sem ber að einblína á hér er því rekstrarkostnaðurinn, Sólin. Háskólasjúkrahúsið í Ósló (HSO) er í snemmfasa (e. early phase) skipulagsferli varðandi uppfærslu á aðbúnaði og byggingamassa. Landspítalinn og HSO eiga margt sameiginlegt. Til dæmis eru bæði sjúkrahúsin landssjúkrahús, þ.e. þau veita sérhæfða og krefjandi þjónustu fyrir allt landið sem og almenna heilbrigðisþjónustu. Í Reykjavík eru tvær stórar spítalabyggingar auk starfsemi vítt og breitt um borgina en í Ósló eru fjórir meginspítalar auk annarrar starfsemi. Spítalabyggingar HSO eru sambland af nýlegum byggingum, vernduðum byggingum og byggingum í hálfgerðri niðurníðslu. Eitthvað sem minnir um margt á ástandið heima á Íslandi. Svona mætti áfram telja. Í HSO-verkefninu eru í heild níu valmöguleikar uppi á borðinu sem allir miða að því að koma aðstöðunni í slíkt horf að unnt sé að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu til ársins 2060. Þegar upp var staðið reyndist næstdýrasti kosturinn (einn möguleikanna þar sem öllu er safnað á einn stað) fjárhagslega vænlegastur. Það þrátt fyrir rúmlega 10 milljarða norskra króna mun á honum og þeim ódýrasta.Á allt öðru plani Þegar þetta er skrifað er kjaradeila lækna og ríkis nýleyst og fregnir herma að læknar hafi fengið vilyrði fyrir fjárfestingu ríkisins í aðbúnaðinum á spítalanum. Það er vel, því í efnahagskafla snemmfasaskýrslunnar fyrir HSO-verkefnið eru teknir til nokkrir samfélagslegir þættir sem nýr spítali hefur áhrif á og þá í kjölfarið hagkerfið í Ósló. Einn þeirra er nýliðun á spítalanum. Samkvæmt skýrslunni er stærð og gæði starfsumhverfisins stærsti og mikilvægasti þátturinn varðandi val á vinnustað, sérlega fyrir yngri starfsmenn og það að safna allri starfseminni á einn stað muni virka jákvætt á þennan þátt. Þetta kemur heim og saman við það sem ég upplifi í Ósló. Eftir að ég flutti hingað hef ég kynnst töluverðu af íslensku heilbrigðisstarfsfólki, bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem öll eru á aldrinum 30-45 ára. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ákaflega vel liðnir starfskraftar á vinnustað sem er sá eftirsóttasti fyrir norskt heilbrigðisstarfsfólk, og einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum. Það sem verra er, á fæstum þeirra er fararsnið. Kaupmáttur og vinnuaðstaða er einfaldlega á allt öðru plani en heima á Íslandi. Sem Óslóarbúa finnst mér það ægilega fínt. Það er gott að eiga hauka í horni á þessari heilbrigðisstofnun og þá eru læknarnir sérlega lélegir í vörn í bumbuboltanum á miðvikudögum. Íslendingurinn í mér getur þó ekki annað en óttast þróunina sem á sér stað í starfsmannamálum Landspítalans. Í mínum huga er þetta einfalt. Aðbúnaður Landspítalans er 30-40 árum á eftir því sem gerist á Norðurlöndunum. Ég gæti t.d. skrifað langa ritgerð um þá tækni sem notuð er í dag til flutninga á vörum, sjúkrarúmum og lífsýnum innan spítala. Tækni sem vöntun er á heima en er staðalbúnaður á öllum betri spítölum Norðurlandanna. Landspítalinn er einfaldlega barn síns tíma og það á að vera algjör forgangsröðun hjá okkur sem samfélagi að hafa heilbrigðisþjónustuna á mannsæmandi plani. Peningalega og samfélagslega er nákvæmlega ekkert vit í að fresta þessu lengur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar