Sex af hverjum tíu komnir í vinnu eftir þrjú ár á bótum Svavar Hávarðsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Margt bendir til að stór hópur velji að vera á atvinnuleysisbótum í stað þess að fara út á vinnumarkaðinn. fréttablaðið/valli Það kom Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, á óvart hversu margir af þeim hópi sem hafði fullnýtt þriggja ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta voru búnir að tryggja sér starf að nýju, þegar könnun var gerð á högum þeirra á vegum Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins. Hann telur vísbendingar um að allstór hópur hefði getað farið mun fyrr út á vinnumarkaðinn eða í skóla. Þá kunni einhver óskilgreindur hópur að hafa unnið svart og þegið bætur á sama tíma, og þannig viðhaldið starfsgetu sinni. Yfir 63% þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem svöruðu voru í fullu starfi, launamenn í hlutastarfi, í sjálfstæðum rekstri eða í námi.Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.Gissur segir niðurstöðurnar sanna að markmið vinnumarkaðsaðgerða Vinnumálastofnunar hafi gengið eftir. Fólk sé tilbúið þegar atvinna býðst. „Auðvitað kemur svo þessi viðbótarhvati. Það er ekki bara það að vinna er í boði – heldur er ekkert annað í boði. Það mætti þá segja í þessu ljósi að það sé gott að bótatímabilið sé ekki of langt, og tvö og hálft ár nægjanlegt,“ segir Gissur en jafnframt að hér verði að slá varnagla. Niðurstaðan varpi ljósi á atvinnuástandið; niðurstaðan hefði líklega verið allt önnur ef rannsóknin hefði verið gerð nokkru fyrr. Aðstæður til að stytta bótatímabilið nú hafi verið góðar í ljósi betra atvinnuástands. Spurður hvort rannsóknin sýni ekki svart á hvítu að margir hefðu getað fengið sér vinnu, eða farið í skóla miklu fyrr, eða á þeim þremur árum sem bótatímabilið spannaði, svarar Gissur að það megi til sanns vegar færa. Þó megi ekki gleyma því að á bak við tölurnar sé líka fólk sem á erfitt með að fóta sig og glímir við ýmisleg félagsleg vandamál. Þegar áform um styttingu bótatímabils atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 voru kynnt var því spáð að fólk sem missti atvinnuleysisbætur myndi flykkjast til sveitarfélaganna til að fá fjárhagsaðstoð í stað tapaðra bóta. Það kemur ekki fram í rannsókninni, og í raun þvert á móti. „Þessi fjölgun sem hefur orðið hjá sveitarfélögunum er ekki að koma héðan. Það er kannski hin dökka hlið málsins að sú fjölgun sem er á fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum er ekki síst í hópi ungs fólks, sem hefur ekki öðlast vinnureynslu til að fá rétt til atvinnuleysisbóta. Þar inni er auðvitað líka fólk sem á ekkert að vera á fjárhagsaðstoð, heldur í vinnu eða í námi, ef það fengi rétta aðstoð og stuðning,“ segir Gissur, sem játar því jafnframt að rannsóknin bendi til þess að óskilgreindur hópur er á atvinnuleysisskrá en er í svartri vinnu á sama tíma.Færri þurfa fjárhagsaðstoð en von var áAf þeim sem svöruðu voru 22% enn í atvinnuleit.27,1% hefur fengið fjárhagsaðstoð frá hlutaðeigandi sveitarfélagi.Alls fengu 9,9% greidda fjárhagsaðstoð frá hlutaðeigandi sveitarfélagi þegar rannsóknin var gerð.57,8% höfðu hafið þátttöku á vinnumarkaði að nýju þegar könnunin var gerð.Að auki höfðu 5,8% hafið nám.1.021 svaraði, eða 66,6%.Rannsóknartímabilið náði frá ársbyrjun 2013 til haustsins 2014. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Það kom Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, á óvart hversu margir af þeim hópi sem hafði fullnýtt þriggja ára rétt sinn til atvinnuleysisbóta voru búnir að tryggja sér starf að nýju, þegar könnun var gerð á högum þeirra á vegum Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins. Hann telur vísbendingar um að allstór hópur hefði getað farið mun fyrr út á vinnumarkaðinn eða í skóla. Þá kunni einhver óskilgreindur hópur að hafa unnið svart og þegið bætur á sama tíma, og þannig viðhaldið starfsgetu sinni. Yfir 63% þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem svöruðu voru í fullu starfi, launamenn í hlutastarfi, í sjálfstæðum rekstri eða í námi.Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.Gissur segir niðurstöðurnar sanna að markmið vinnumarkaðsaðgerða Vinnumálastofnunar hafi gengið eftir. Fólk sé tilbúið þegar atvinna býðst. „Auðvitað kemur svo þessi viðbótarhvati. Það er ekki bara það að vinna er í boði – heldur er ekkert annað í boði. Það mætti þá segja í þessu ljósi að það sé gott að bótatímabilið sé ekki of langt, og tvö og hálft ár nægjanlegt,“ segir Gissur en jafnframt að hér verði að slá varnagla. Niðurstaðan varpi ljósi á atvinnuástandið; niðurstaðan hefði líklega verið allt önnur ef rannsóknin hefði verið gerð nokkru fyrr. Aðstæður til að stytta bótatímabilið nú hafi verið góðar í ljósi betra atvinnuástands. Spurður hvort rannsóknin sýni ekki svart á hvítu að margir hefðu getað fengið sér vinnu, eða farið í skóla miklu fyrr, eða á þeim þremur árum sem bótatímabilið spannaði, svarar Gissur að það megi til sanns vegar færa. Þó megi ekki gleyma því að á bak við tölurnar sé líka fólk sem á erfitt með að fóta sig og glímir við ýmisleg félagsleg vandamál. Þegar áform um styttingu bótatímabils atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 voru kynnt var því spáð að fólk sem missti atvinnuleysisbætur myndi flykkjast til sveitarfélaganna til að fá fjárhagsaðstoð í stað tapaðra bóta. Það kemur ekki fram í rannsókninni, og í raun þvert á móti. „Þessi fjölgun sem hefur orðið hjá sveitarfélögunum er ekki að koma héðan. Það er kannski hin dökka hlið málsins að sú fjölgun sem er á fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum er ekki síst í hópi ungs fólks, sem hefur ekki öðlast vinnureynslu til að fá rétt til atvinnuleysisbóta. Þar inni er auðvitað líka fólk sem á ekkert að vera á fjárhagsaðstoð, heldur í vinnu eða í námi, ef það fengi rétta aðstoð og stuðning,“ segir Gissur, sem játar því jafnframt að rannsóknin bendi til þess að óskilgreindur hópur er á atvinnuleysisskrá en er í svartri vinnu á sama tíma.Færri þurfa fjárhagsaðstoð en von var áAf þeim sem svöruðu voru 22% enn í atvinnuleit.27,1% hefur fengið fjárhagsaðstoð frá hlutaðeigandi sveitarfélagi.Alls fengu 9,9% greidda fjárhagsaðstoð frá hlutaðeigandi sveitarfélagi þegar rannsóknin var gerð.57,8% höfðu hafið þátttöku á vinnumarkaði að nýju þegar könnunin var gerð.Að auki höfðu 5,8% hafið nám.1.021 svaraði, eða 66,6%.Rannsóknartímabilið náði frá ársbyrjun 2013 til haustsins 2014.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira