„Góð frétt“ Oktavía Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Þegar ég heyrði um daginn fréttaþul Rásar 1, segja frá því að splunkunýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hefði skipað starfshóp, varð ég svo glöð að mig langaði mest til að faðma fréttaþulinn. Starfshópurinn kannar hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar lögheimilis. Starfshópurinn er skipaður á grundvelli ályktunar Alþingis frá 12. maí 2014. Það eru tvær ástæður fyrir því að það var eitthvað óvenju glaðlegt við fréttina sem ég ætla að skýra í stuttu máli.1. Foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá og hafa ákveðið að deila með sér ábyrgð, uppeldi og oft jöfnum samverutíma með börnum sínum, þeir bíða. Þeir bíða eftir lagabreytingu, sem passar við nútímann. „Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum.“ Tilvísun í grein frá mars 2013 sem ég skrifaði. https://www.visir.is/loggjafinn-og-barnid/article/2013703199975. Þetta getur verið foreldri, sem er með börn sín í eina viku og næstu viku á eftir eru börnin hjá hinu foreldrinu, eða þá fimm daga hjá öðru foreldri og sjö daga hjá hinu, svo einhver dæmi séu tekin. Foreldrar skipta öllum kostnaði, sem lýtur að barninu, eins og vera ber. Það að aðeins lögheimilisforeldrið eigi rétt á opinberum greiðslum vegna þess að hitt foreldrið er skráð sem „barnlaus einstaklingur í kerfinu“ er auðvitað meingallað. Að hafa ekki sama rétt og lögheimilisforeldrið, þrátt fyrir að allur annar kostnaður sé jafn, skekkir myndina og veldur óþarfa ágreiningi á milli foreldra. Þessu þarf að breyta og er sú vinna að byrja til allrar hamingju.2. Það gætir óréttlætis og ójöfnuðar á milli foreldra með sameiginlega forsjá, barna þeirra og heimila. Húsnæðiskostnaður er himinhár, það sama má segja um aðrar grunnþarfir fjölskyldu, svo sem fæði og klæði. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að fagna nýskipuðum starfshópi og óska honum velfarnaðar í mikilvægu réttlætismáli. Útfærðar verða leiðir til að eyða aðstöðumun, sem er til staðar á heimilum foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra. Það mun ýta undir betri samvinnu á milli foreldra og auka velferð og samverustundir barna við báða foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði um daginn fréttaþul Rásar 1, segja frá því að splunkunýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hefði skipað starfshóp, varð ég svo glöð að mig langaði mest til að faðma fréttaþulinn. Starfshópurinn kannar hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar lögheimilis. Starfshópurinn er skipaður á grundvelli ályktunar Alþingis frá 12. maí 2014. Það eru tvær ástæður fyrir því að það var eitthvað óvenju glaðlegt við fréttina sem ég ætla að skýra í stuttu máli.1. Foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá og hafa ákveðið að deila með sér ábyrgð, uppeldi og oft jöfnum samverutíma með börnum sínum, þeir bíða. Þeir bíða eftir lagabreytingu, sem passar við nútímann. „Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum.“ Tilvísun í grein frá mars 2013 sem ég skrifaði. https://www.visir.is/loggjafinn-og-barnid/article/2013703199975. Þetta getur verið foreldri, sem er með börn sín í eina viku og næstu viku á eftir eru börnin hjá hinu foreldrinu, eða þá fimm daga hjá öðru foreldri og sjö daga hjá hinu, svo einhver dæmi séu tekin. Foreldrar skipta öllum kostnaði, sem lýtur að barninu, eins og vera ber. Það að aðeins lögheimilisforeldrið eigi rétt á opinberum greiðslum vegna þess að hitt foreldrið er skráð sem „barnlaus einstaklingur í kerfinu“ er auðvitað meingallað. Að hafa ekki sama rétt og lögheimilisforeldrið, þrátt fyrir að allur annar kostnaður sé jafn, skekkir myndina og veldur óþarfa ágreiningi á milli foreldra. Þessu þarf að breyta og er sú vinna að byrja til allrar hamingju.2. Það gætir óréttlætis og ójöfnuðar á milli foreldra með sameiginlega forsjá, barna þeirra og heimila. Húsnæðiskostnaður er himinhár, það sama má segja um aðrar grunnþarfir fjölskyldu, svo sem fæði og klæði. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að fagna nýskipuðum starfshópi og óska honum velfarnaðar í mikilvægu réttlætismáli. Útfærðar verða leiðir til að eyða aðstöðumun, sem er til staðar á heimilum foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra. Það mun ýta undir betri samvinnu á milli foreldra og auka velferð og samverustundir barna við báða foreldra.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar