Golf

Birgir Leifur verður ekki með á Íslandsmótinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, tekur ekki þátt á Íslandsmótinu sem hefst nú á fimmtudaginn. Birgir Leifur mun taka þátt í móti í Frakklandi þess í stað en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Þetta staðfesti Birgir Leifur við fréttastofu rétt í þessu en hann var að hlaða batteríin á Spáni eftir að hafa lent í 5-9. sæti á Áskorendamótinu sem fór fram á Kanaríeyjum um helgina.

Birgir lék gríðarlega vel á mótinu en hann lék alls á fimmtán höggum undir pari með 19 fugla, enga skolla og tvo tvöfalda skolla.

Birgir hefur borið sigur úr býtum á síðustu tveimur Íslandsmótum í höggleik og er því víst að það verður nýr Íslandsmeistari krýndur í ár. Nánar verður rætt við Birgi í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×