Varnarsamningur í sextíu ár 30. júní 2011 06:00 Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin var undirritaður. Í samræmi við ákvæði samningsins kom bandarískur her hingað til lands og dvaldi hér á landi til ársins 2006. Koma hersins á sínum tíma til Íslands var í kjölfar mikillar ólgu í öryggismálum í heiminum og átökum milli austurs (Sovétblokkarinnar) og vesturs (samtaka lýðræðisríkja) sem náði hámarki í Kóreustríðinu árið 1950. Ísland var stofnaðili NATO árið 1949 og var koma hersins hingað til lands tveimur árum síðar byggð á grundvelli samningsins um NATO. Koma bandarísks hers til Íslands 1951 olli hörðum deilum innanlands og var þjóðin klofin í afstöðu sinni og dvöl hans ætíð pólitískt þrætuepli. Árin 1956-1958 og 1971-1974 sátu ríkisstjórnir á Íslandi sem höfðu á stefnuskrá sinni að hefja brottflutning bandaríska hersins en í bæði skiptin varð minna um efndir en vonir stóðu til. Brotthvarf hersins frá Íslandi árið 2006 átti sér stað vegna krafna bandarískra yfirvalda. Þau töldu veru hersins á Keflavíkurflugvelli vera tímaskekkju þar sem engar ógnir stæðu að landinu sem réttlættu dvöl hans. Þann tíma sem herinn dvaldi hér á landi voru hernaðarleg og efnahagsleg umsvif hans mikil. Á sínum tíma námu tekjur af starfsemi hersins um 2% af landsframleiðslu og ávallt var hér öflug flugsveit. Með ákvörðun sinni um brottflutning hersins gjörbreyttu bandarísk stjórnvöld inntaki varnarsamningsins milli þjóðanna. Nú hefur samningurinn ekki meiri þýðingu fyrir Ísland en samningurinn um Atlantshafsbandalagið og þá sérstaklega 5. grein þess samnings, sem fjallar um skyldu ríkja Atlantshafsbandalagsins til að koma einu aðildarríki til varnar sem hefur orðið fyrir árás. Brotthvarf bandaríska hersins skildi landið eftir í ákveðnu tómarúmi hvað öryggismál varðar. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við með því að gera samninga við önnur NATO-ríki um loftrýmiseftirlit við Ísland og enn fremur gert samstarfssamninga við Dani og Norðmenn um samstarf á N-Atlantshafi um öryggis- og björgunarmál. Að auki höfðu íslensk stjórnvöld frumkvæði að því að efna til mikilla umræðna um öryggis- og varnarmál á N-Atlantshafi meðal Norðurlandaþjóðanna. Sú umræða rataði í mikla skýrslu sem kennd er við Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, þar sem reifaðar voru ýmsar hliðar á öryggis-, varnar- og björgunarmálum á N-Atlantshafi. Í skýrslunni komu fram margar tillögur sem enn er verið að ræða frekar, t.d. umsjón Norðurlandaríkja með loftrýmisgæslu yfir Íslandi og samstöðuyfirlýsing Norðurlandaríkja í öryggis- og varnarmálum. Nú hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að sækja um aðild að ESB. Þó að öryggismál sem slík séu ekki hluti af aðalstarfsemi ESB tengjast þau starfsemi sambandsins og geta gefið Íslandi aukið skjól ef af aðild verður. Því er ljóst að íslensk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að efla öryggi landsins út á við vegna brotthvarfs bandaríska hersins árið 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin var undirritaður. Í samræmi við ákvæði samningsins kom bandarískur her hingað til lands og dvaldi hér á landi til ársins 2006. Koma hersins á sínum tíma til Íslands var í kjölfar mikillar ólgu í öryggismálum í heiminum og átökum milli austurs (Sovétblokkarinnar) og vesturs (samtaka lýðræðisríkja) sem náði hámarki í Kóreustríðinu árið 1950. Ísland var stofnaðili NATO árið 1949 og var koma hersins hingað til lands tveimur árum síðar byggð á grundvelli samningsins um NATO. Koma bandarísks hers til Íslands 1951 olli hörðum deilum innanlands og var þjóðin klofin í afstöðu sinni og dvöl hans ætíð pólitískt þrætuepli. Árin 1956-1958 og 1971-1974 sátu ríkisstjórnir á Íslandi sem höfðu á stefnuskrá sinni að hefja brottflutning bandaríska hersins en í bæði skiptin varð minna um efndir en vonir stóðu til. Brotthvarf hersins frá Íslandi árið 2006 átti sér stað vegna krafna bandarískra yfirvalda. Þau töldu veru hersins á Keflavíkurflugvelli vera tímaskekkju þar sem engar ógnir stæðu að landinu sem réttlættu dvöl hans. Þann tíma sem herinn dvaldi hér á landi voru hernaðarleg og efnahagsleg umsvif hans mikil. Á sínum tíma námu tekjur af starfsemi hersins um 2% af landsframleiðslu og ávallt var hér öflug flugsveit. Með ákvörðun sinni um brottflutning hersins gjörbreyttu bandarísk stjórnvöld inntaki varnarsamningsins milli þjóðanna. Nú hefur samningurinn ekki meiri þýðingu fyrir Ísland en samningurinn um Atlantshafsbandalagið og þá sérstaklega 5. grein þess samnings, sem fjallar um skyldu ríkja Atlantshafsbandalagsins til að koma einu aðildarríki til varnar sem hefur orðið fyrir árás. Brotthvarf bandaríska hersins skildi landið eftir í ákveðnu tómarúmi hvað öryggismál varðar. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við með því að gera samninga við önnur NATO-ríki um loftrýmiseftirlit við Ísland og enn fremur gert samstarfssamninga við Dani og Norðmenn um samstarf á N-Atlantshafi um öryggis- og björgunarmál. Að auki höfðu íslensk stjórnvöld frumkvæði að því að efna til mikilla umræðna um öryggis- og varnarmál á N-Atlantshafi meðal Norðurlandaþjóðanna. Sú umræða rataði í mikla skýrslu sem kennd er við Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, þar sem reifaðar voru ýmsar hliðar á öryggis-, varnar- og björgunarmálum á N-Atlantshafi. Í skýrslunni komu fram margar tillögur sem enn er verið að ræða frekar, t.d. umsjón Norðurlandaríkja með loftrýmisgæslu yfir Íslandi og samstöðuyfirlýsing Norðurlandaríkja í öryggis- og varnarmálum. Nú hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að sækja um aðild að ESB. Þó að öryggismál sem slík séu ekki hluti af aðalstarfsemi ESB tengjast þau starfsemi sambandsins og geta gefið Íslandi aukið skjól ef af aðild verður. Því er ljóst að íslensk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að efla öryggi landsins út á við vegna brotthvarfs bandaríska hersins árið 2006.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar