Dýrmæti fjársjóðurinn Tryggvi Þór Gunnarsson skrifar 21. maí 2014 14:14 Hvort sem um ræðir Akureyri, Reykjavík, Ísafjörð eða hvar sem er, þá er staðreyndin allsstaðar sú að æskan, börnin og unglingarnir, eru okkar dýrmætustu fjársjóðir. Forvarnir eru mikilvægar og þeim á ekki bara að beina gegn tóbaki, áfengi og fíkniefnum. Aðrir mikilvægir þættir sem vinna þarf með eru m.a. átröskun, vöðvafíkn, tölvufíkn, þunglyndi, kynlífi og framtaksleysi. Forvarnastefna Akureyrarbæjar og aðgerðaáætlun henni tengd taka á því hvernig fræðslu skuli háttað um þessi mál fyrir börn og ungmenni. Við vitum þó að fræðslan ein og sér dugar ekki. Hún er samt auðvitað af hinu góða því börn og ungmenni þurfa að vita hvað er í gangi og hverjar afleiðingarnar eru. Allra besta forvörnin er hins vegar að vinna með börnum og ungu fólki. Í Forvarnastefnu Akureyrarbæjar er minnt á að foreldrar eru mikilvægastir þegar kemur að forvörnum. Allt sem kemur að heiman skiptir máli og því er nauðsynlegt að virkja foreldra í að fylgjast með börnunum sínum. Samvera foreldra og barna er mikilvægasti þátturinn í þessu. Virkja þarf foreldra enn betur og vekja þá til vitundar um þetta mikilvæga hlutverk sem þeir hafa að gegna. Ég sé fyrir mér að það verði stóra málið á næstu árum að finna leiðir til að fá foreldra með í forvarnavinnuna. Aðrir fullorðnir skipta einnig miklu máli í þessu samhengi eins og kennarar, starfsfólk félagsmiðstöðva og þjálfarar. Mikilvægustu verkefnin og þau sem skila mestum árangri í forvörnum snúast um að virkja börn og unglinga og hlúa að áhugamálum þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt frítímastarf barna og unglinga hefur mikið forvarnagildi.Félagsmiðstöðvar og Ungmenna-Hús eru eitt af því sem stendur unglingum á Akureyri til boða í frítímanum. Auk hefðbundins opnunartíma félagsmiðstöðvanna eru starfræktir allskyns klúbbar: Stelpu- og strákaklúbbar þar sem mikið er unnið með sjálfsmyndir unglinganna, íþróttaklúbbur, útivistarklúbbur og kvikmyndaklúbbur. Þá taka unglingar ákveðin málefni fyrir t.d. einelti eða áfengisdrykkju. Undanfarin ár hafa félagsmiðstöðvarnar boðið upp á valgrein í grunnskólum og eru þar með orðnar hluti af menntakerfinu. Mikilvægt leitarstarf er unnið í félagsmiðstöðvum og Ungmenna-Húsi og mikið lagt upp úr vinnu með áhættuhegðun og félagslega einangrun í samstarfi við skólana og reynt að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá ungu fólki. Það er gert í gegnum leik og starf – og má flokka sem óformlegt nám. Starf félagsmiðstöðvanna hefur breytst mikið á undanförnum árum. Það er ekki svo langt síðan þær voru þannig að starfsmaður mætti með lykla, opnaði og allir fóru í borðtennis. Í dag er mun faglegri hugsun á bak við starfið enda hefur okkur tekist að fá til starfa gott og vel menntað fólk. Það hefur verið ákveðin forsenda fyrir því að gott samstarf innan bæjarkerfisins hefur verið að myndast um málefni barna og ungmenna enda er það afar mikilvægt að félagsmiðstöðvar, barnavernd og skólar, svo dæmi sé tekið, séu nánir samstarfsaðilar. Á Akureyri eru starfandi yfir 20 íþróttafélög auk æskulýðsfélaga af ýmsu tagi. Slíkt starf hefur ótvírætt forvarnagildi samkvæmt úttekt Rannsókna og greiningar fyrir íþróttahérað Íþróttabandalags Akureyrar. Margar rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að hreyfing og líkamsþjálfun tengist námsárangri með jákvæðum hætti, hafi jákvæð áhrif á mataræði og sjálfstraust og svefnvenjur. Á líðandi kjörtímabili hefur L –listinn aukið fjármagn í málaflokkinn. Þessu góða starfi viljum við halda áfram undir forystu L – listans.Við viljum að félagsmiðstöðvar bæjarins verði hornsteinar forvarna og fræðslu fyrir okkar frábæra unga fólk. Þannig veitum við þeim gott veganesti út í lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvort sem um ræðir Akureyri, Reykjavík, Ísafjörð eða hvar sem er, þá er staðreyndin allsstaðar sú að æskan, börnin og unglingarnir, eru okkar dýrmætustu fjársjóðir. Forvarnir eru mikilvægar og þeim á ekki bara að beina gegn tóbaki, áfengi og fíkniefnum. Aðrir mikilvægir þættir sem vinna þarf með eru m.a. átröskun, vöðvafíkn, tölvufíkn, þunglyndi, kynlífi og framtaksleysi. Forvarnastefna Akureyrarbæjar og aðgerðaáætlun henni tengd taka á því hvernig fræðslu skuli háttað um þessi mál fyrir börn og ungmenni. Við vitum þó að fræðslan ein og sér dugar ekki. Hún er samt auðvitað af hinu góða því börn og ungmenni þurfa að vita hvað er í gangi og hverjar afleiðingarnar eru. Allra besta forvörnin er hins vegar að vinna með börnum og ungu fólki. Í Forvarnastefnu Akureyrarbæjar er minnt á að foreldrar eru mikilvægastir þegar kemur að forvörnum. Allt sem kemur að heiman skiptir máli og því er nauðsynlegt að virkja foreldra í að fylgjast með börnunum sínum. Samvera foreldra og barna er mikilvægasti þátturinn í þessu. Virkja þarf foreldra enn betur og vekja þá til vitundar um þetta mikilvæga hlutverk sem þeir hafa að gegna. Ég sé fyrir mér að það verði stóra málið á næstu árum að finna leiðir til að fá foreldra með í forvarnavinnuna. Aðrir fullorðnir skipta einnig miklu máli í þessu samhengi eins og kennarar, starfsfólk félagsmiðstöðva og þjálfarar. Mikilvægustu verkefnin og þau sem skila mestum árangri í forvörnum snúast um að virkja börn og unglinga og hlúa að áhugamálum þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt frítímastarf barna og unglinga hefur mikið forvarnagildi.Félagsmiðstöðvar og Ungmenna-Hús eru eitt af því sem stendur unglingum á Akureyri til boða í frítímanum. Auk hefðbundins opnunartíma félagsmiðstöðvanna eru starfræktir allskyns klúbbar: Stelpu- og strákaklúbbar þar sem mikið er unnið með sjálfsmyndir unglinganna, íþróttaklúbbur, útivistarklúbbur og kvikmyndaklúbbur. Þá taka unglingar ákveðin málefni fyrir t.d. einelti eða áfengisdrykkju. Undanfarin ár hafa félagsmiðstöðvarnar boðið upp á valgrein í grunnskólum og eru þar með orðnar hluti af menntakerfinu. Mikilvægt leitarstarf er unnið í félagsmiðstöðvum og Ungmenna-Húsi og mikið lagt upp úr vinnu með áhættuhegðun og félagslega einangrun í samstarfi við skólana og reynt að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá ungu fólki. Það er gert í gegnum leik og starf – og má flokka sem óformlegt nám. Starf félagsmiðstöðvanna hefur breytst mikið á undanförnum árum. Það er ekki svo langt síðan þær voru þannig að starfsmaður mætti með lykla, opnaði og allir fóru í borðtennis. Í dag er mun faglegri hugsun á bak við starfið enda hefur okkur tekist að fá til starfa gott og vel menntað fólk. Það hefur verið ákveðin forsenda fyrir því að gott samstarf innan bæjarkerfisins hefur verið að myndast um málefni barna og ungmenna enda er það afar mikilvægt að félagsmiðstöðvar, barnavernd og skólar, svo dæmi sé tekið, séu nánir samstarfsaðilar. Á Akureyri eru starfandi yfir 20 íþróttafélög auk æskulýðsfélaga af ýmsu tagi. Slíkt starf hefur ótvírætt forvarnagildi samkvæmt úttekt Rannsókna og greiningar fyrir íþróttahérað Íþróttabandalags Akureyrar. Margar rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að hreyfing og líkamsþjálfun tengist námsárangri með jákvæðum hætti, hafi jákvæð áhrif á mataræði og sjálfstraust og svefnvenjur. Á líðandi kjörtímabili hefur L –listinn aukið fjármagn í málaflokkinn. Þessu góða starfi viljum við halda áfram undir forystu L – listans.Við viljum að félagsmiðstöðvar bæjarins verði hornsteinar forvarna og fræðslu fyrir okkar frábæra unga fólk. Þannig veitum við þeim gott veganesti út í lífið.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar