Ofsóknir í kjölfar hrunsins Flóki Ásgeirsson og Jón Trausti Sigurðarson skrifa 30. júní 2011 06:00 Í grein sinni hér í blaðinu 22. júní síðastliðinn fjallar Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, um rannsókn sérstaks saksóknara á tilteknum lánveitingum Vátryggingafélags Íslands. Í greininni setur Lýður jafnframt fram nýja túlkun á atburðum líðandi stundar sem telja verður kærkomna viðbót við þjóðmálaumræðuna og nauðsynlegt mótvægi við þá pólitísku rétthugsun sem skotið hefur rótum hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Fjöldi grunaðra bendir til að fáir hafi brotið af sérEins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni er engin leið að draga þá ályktun af miklum málafjölda hjá sérstökum saksóknara að framin hafi verið mörg afbrot í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja í aðdraganda efnahagshrunsins. Allt eins má, eins og Lýður vekur athygli okkar á, draga þá ályktun af þessari staðreynd að sérstakur saksóknari valdi ekki hlutverki sínu. Færir Lýður raunar sannfærandi rök fyrir því að sú sé raunin. Lýður bendir á að svo seint sem í mars síðastliðnum hafi sérstakur saksóknari haft hvorki færri né fleiri en 216 einstaklinga grunaða um að hafa viðhaft refsiverða háttsemi í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja. Nægir sú staðreynd ein og sér til að sýna fram á þær ógöngur sem sérstakur saksóknari hefur komið sér í, enda augljóst að útilokað er með öllu að svo margir hafi brotið af sér í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja á undanförnum árum. Fullyrða má að það geti ekki verið nema einn eða tveir og í öllu falli ekki fleiri en fimm sem gerst hafi sekir um slík afbrot á undanförnum árum. Sýnir sú staðreynd ljóslega að hvílíkum farsa starfsemi sérstaks saksóknara er orðin. Fyrirmyndarríkið GrikklandÍ grein sinni vekur Lýður athygli okkar á því að svokallað uppgjör hér á landi við efnahagshrunið 2008 sé án fordæma og nefnir dæmi um önnur ríki sem við mættum fremur taka okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Nefnir Lýður þannig meðal annars að Bandaríkjamenn hafi borið gæfu til þess að láta sem ekkert hafi í skorist við hrun fjármálakerfisins þar í landi í stað þess að leita logandi ljósi að einhverjum til að skella skuldinni á. Er skýringin á því, eins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni, allra síst sú að yfirvöld í Bandaríkjunum valdi ekki hlutverki sínu heldur hin að þau gera sér grein fyrir því, ólíkt íslenskum yfirvöldum, að ólíklegt sé að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja hafi átt nokkurn þátt í því að valda hruni fjármálakerfisins. Er enda langalgengast, þegar um slík hrun er að ræða, að þau eigi fyrst og fremst rætur að rekja til einskærrar óheppni. Annað dæmi um land sem við Íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar er Grikkland, eins og réttilega er bent á í grein Lýðs. Lýður bendir á að ólíkt Íslendingum hafi Grikkir ekki fallið í þá gryfju að draga leiðtoga úr atvinnu- og stjórnmálalífi sínu fyrir dóm. Er hægur vandi að ímynda sér þær ógöngur sem gríska þjóðin hefði komið sér í hefði hún fallið í þessa gryfju. Stjórnmálamenn bera ekki ábyrgðÍ grein sinni vekur Lýður athygli á þeirri nöturlegu staðreynd að Íslendingar hafi einir meðal þjóða ákveðið að ákæra stjórnmálamann vegna hruns fjármálakerfisins. Eins og Lýður bendir réttilega á er ákæra á hendur fyrrverandi forsætisráðherra augljóslega pólitísk enda fráleitt að ætla að forsætisráðherra geti borið nokkra ábyrgð á því að fjármálakerfi landsins hrynji. Verður að telja slíka hugmynd álíka fjarstæðukennda og þá að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja geti átt þátt í hruni fjármálakerfa. Eru slíkar hugmyndir ekki til marks um annað en það andrúmsloft ofsókna sem ríkt hefur hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Enginn ber ábyrgðEins og Lýður bendir á í grein sinni hefur sá misskilningur skotið rótum í íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshrunsins að hrunið megi að einhverju leyti rekja til háttsemi sem einstaklingar kunni að bera refsiábyrgð á. Þessi hugmynd er öldungis fráleit. Eins og Lýður bendir á hefur enginn verið sóttur til saka í siðmenntuðu landi vegna hruns fjármálakerfis enda útilokað að lögbrot einstaklinga geti átt þátt í slíku hruni. Á þessu þurfum við Íslendingar að átta okkur. Það er tímabært að látið sé af þeim ofsóknum sem ráðið hafa ríkjum á Íslandi að undanförnu og rifjuð séu upp þau gömlu sannindi að þegar ófarir eru annars vegar kemur iðulega í ljós – þegar upp er staðið – að enginn ber neina ábyrgð á nokkrum hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni hér í blaðinu 22. júní síðastliðinn fjallar Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, um rannsókn sérstaks saksóknara á tilteknum lánveitingum Vátryggingafélags Íslands. Í greininni setur Lýður jafnframt fram nýja túlkun á atburðum líðandi stundar sem telja verður kærkomna viðbót við þjóðmálaumræðuna og nauðsynlegt mótvægi við þá pólitísku rétthugsun sem skotið hefur rótum hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Fjöldi grunaðra bendir til að fáir hafi brotið af sérEins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni er engin leið að draga þá ályktun af miklum málafjölda hjá sérstökum saksóknara að framin hafi verið mörg afbrot í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja í aðdraganda efnahagshrunsins. Allt eins má, eins og Lýður vekur athygli okkar á, draga þá ályktun af þessari staðreynd að sérstakur saksóknari valdi ekki hlutverki sínu. Færir Lýður raunar sannfærandi rök fyrir því að sú sé raunin. Lýður bendir á að svo seint sem í mars síðastliðnum hafi sérstakur saksóknari haft hvorki færri né fleiri en 216 einstaklinga grunaða um að hafa viðhaft refsiverða háttsemi í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja. Nægir sú staðreynd ein og sér til að sýna fram á þær ógöngur sem sérstakur saksóknari hefur komið sér í, enda augljóst að útilokað er með öllu að svo margir hafi brotið af sér í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja á undanförnum árum. Fullyrða má að það geti ekki verið nema einn eða tveir og í öllu falli ekki fleiri en fimm sem gerst hafi sekir um slík afbrot á undanförnum árum. Sýnir sú staðreynd ljóslega að hvílíkum farsa starfsemi sérstaks saksóknara er orðin. Fyrirmyndarríkið GrikklandÍ grein sinni vekur Lýður athygli okkar á því að svokallað uppgjör hér á landi við efnahagshrunið 2008 sé án fordæma og nefnir dæmi um önnur ríki sem við mættum fremur taka okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Nefnir Lýður þannig meðal annars að Bandaríkjamenn hafi borið gæfu til þess að láta sem ekkert hafi í skorist við hrun fjármálakerfisins þar í landi í stað þess að leita logandi ljósi að einhverjum til að skella skuldinni á. Er skýringin á því, eins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni, allra síst sú að yfirvöld í Bandaríkjunum valdi ekki hlutverki sínu heldur hin að þau gera sér grein fyrir því, ólíkt íslenskum yfirvöldum, að ólíklegt sé að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja hafi átt nokkurn þátt í því að valda hruni fjármálakerfisins. Er enda langalgengast, þegar um slík hrun er að ræða, að þau eigi fyrst og fremst rætur að rekja til einskærrar óheppni. Annað dæmi um land sem við Íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar er Grikkland, eins og réttilega er bent á í grein Lýðs. Lýður bendir á að ólíkt Íslendingum hafi Grikkir ekki fallið í þá gryfju að draga leiðtoga úr atvinnu- og stjórnmálalífi sínu fyrir dóm. Er hægur vandi að ímynda sér þær ógöngur sem gríska þjóðin hefði komið sér í hefði hún fallið í þessa gryfju. Stjórnmálamenn bera ekki ábyrgðÍ grein sinni vekur Lýður athygli á þeirri nöturlegu staðreynd að Íslendingar hafi einir meðal þjóða ákveðið að ákæra stjórnmálamann vegna hruns fjármálakerfisins. Eins og Lýður bendir réttilega á er ákæra á hendur fyrrverandi forsætisráðherra augljóslega pólitísk enda fráleitt að ætla að forsætisráðherra geti borið nokkra ábyrgð á því að fjármálakerfi landsins hrynji. Verður að telja slíka hugmynd álíka fjarstæðukennda og þá að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja geti átt þátt í hruni fjármálakerfa. Eru slíkar hugmyndir ekki til marks um annað en það andrúmsloft ofsókna sem ríkt hefur hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Enginn ber ábyrgðEins og Lýður bendir á í grein sinni hefur sá misskilningur skotið rótum í íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshrunsins að hrunið megi að einhverju leyti rekja til háttsemi sem einstaklingar kunni að bera refsiábyrgð á. Þessi hugmynd er öldungis fráleit. Eins og Lýður bendir á hefur enginn verið sóttur til saka í siðmenntuðu landi vegna hruns fjármálakerfis enda útilokað að lögbrot einstaklinga geti átt þátt í slíku hruni. Á þessu þurfum við Íslendingar að átta okkur. Það er tímabært að látið sé af þeim ofsóknum sem ráðið hafa ríkjum á Íslandi að undanförnu og rifjuð séu upp þau gömlu sannindi að þegar ófarir eru annars vegar kemur iðulega í ljós – þegar upp er staðið – að enginn ber neina ábyrgð á nokkrum hlut.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar