Oní þá skal það! Þröstur Ólafsson skrifar 23. desember 2016 07:00 Átti erindi inn í matvöruverslun til að kaupa í kvöldmatinn. Afgreiðslumaður í matborði vildi vita hvers ég óskaði. Spurði á móti hvort hann ætti folaldakjöt. Hann kvað nei við: sagði það núorðið vera sjaldan á boðstólum. Ég hváði við og spurði hvers vegna; enn köstuðu merar þó folöldum sem ekki væru öll sett á. Rétt er það, var svarið, þeir hafa hins vegar sett kvóta á framboð folaldakjöts. Nú hvernig má það, spurði ég. Hann sagði: Þeir sögðu mér það fyrir vestan, þegar ég vann þar, að folaldakjötið tæki sölu af lambakjötinu, það þætti mjúkt og gott og væri þar að auki ódýrt. Já, það var lóðið, sagði ég og þagnaði, hætti við að kaupa kjötmeti og ákvað að fá mér fisk. Þegar út var komið staldraði ég við og tautaði í barm mér. Ekki var ég að gera sjálfum mér hvað þá sjómönnum neinn greiða með þessu. Nú ákveður bændaforystan að setja innanlandskvóta á fiskinn, svo hann verði dýrari og keppi síður við lambakjötið. Það verði að hafa forgang á diskum landsmanna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Oní þá skal það.Raunstjórnun á matvælaneyslu landsmanna Þetta er ekki eina dæmið um forræðishyggju og raunstjórnun bændaforystu og afurðastöðva á matvælaneyslu landsmanna. Þekkt er hetjuleg barátta þeirra gegn ónáttúrulegu undanrennuþambi landans. Þessi næringarlitla afgangsafurð fékk stöðu nýmjólkur og verðlögð eftir því. Einu sinni var smjörlíki, sem fellur undir flokkun iðnaðarvara, gert að landbúnaðarafurð og látið lúta lögum um verðlagningu búvara. Þannig tókst að hækka verð á smjörlíki, þótt enginn framleiðandi bæði um það. Smjör átti að kaupa, ekki margarín. Nú er annar áratugur 21. aldar meir en hálfnaður. Hve lengi á að viðhalda þeirri forneskju að bændaforystan fái að ráða því, hvað við setjum oní okkur? Eða erum við svona miklir fávitar að okkur sé ekki treystandi til þess? Nú skil ég betur af hverju bændaforystan berst svona heiftarlega gegn ESB. Þar eru neytendur í hávegum hafðir. Hér er það lambakjötið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Átti erindi inn í matvöruverslun til að kaupa í kvöldmatinn. Afgreiðslumaður í matborði vildi vita hvers ég óskaði. Spurði á móti hvort hann ætti folaldakjöt. Hann kvað nei við: sagði það núorðið vera sjaldan á boðstólum. Ég hváði við og spurði hvers vegna; enn köstuðu merar þó folöldum sem ekki væru öll sett á. Rétt er það, var svarið, þeir hafa hins vegar sett kvóta á framboð folaldakjöts. Nú hvernig má það, spurði ég. Hann sagði: Þeir sögðu mér það fyrir vestan, þegar ég vann þar, að folaldakjötið tæki sölu af lambakjötinu, það þætti mjúkt og gott og væri þar að auki ódýrt. Já, það var lóðið, sagði ég og þagnaði, hætti við að kaupa kjötmeti og ákvað að fá mér fisk. Þegar út var komið staldraði ég við og tautaði í barm mér. Ekki var ég að gera sjálfum mér hvað þá sjómönnum neinn greiða með þessu. Nú ákveður bændaforystan að setja innanlandskvóta á fiskinn, svo hann verði dýrari og keppi síður við lambakjötið. Það verði að hafa forgang á diskum landsmanna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Oní þá skal það.Raunstjórnun á matvælaneyslu landsmanna Þetta er ekki eina dæmið um forræðishyggju og raunstjórnun bændaforystu og afurðastöðva á matvælaneyslu landsmanna. Þekkt er hetjuleg barátta þeirra gegn ónáttúrulegu undanrennuþambi landans. Þessi næringarlitla afgangsafurð fékk stöðu nýmjólkur og verðlögð eftir því. Einu sinni var smjörlíki, sem fellur undir flokkun iðnaðarvara, gert að landbúnaðarafurð og látið lúta lögum um verðlagningu búvara. Þannig tókst að hækka verð á smjörlíki, þótt enginn framleiðandi bæði um það. Smjör átti að kaupa, ekki margarín. Nú er annar áratugur 21. aldar meir en hálfnaður. Hve lengi á að viðhalda þeirri forneskju að bændaforystan fái að ráða því, hvað við setjum oní okkur? Eða erum við svona miklir fávitar að okkur sé ekki treystandi til þess? Nú skil ég betur af hverju bændaforystan berst svona heiftarlega gegn ESB. Þar eru neytendur í hávegum hafðir. Hér er það lambakjötið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar