Eftirminnilegustu leikirnir við Slóvena á stórmótum: Draumaleikir markvarðanna, hefnd í Aþenu og langar lokamínútur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2020 08:30 Ísland og Slóvenía mættust margoft á stórmótum í byrjun aldarinnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar byrja án stiga í milliriðlinum en Slóvenar eru með tvö stig. Í tilefni af leiknum gegn Slóveníu í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Slóvena á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 31-25 Slóvenía, EM 2002Patrekur Jóhannesson skoraði níu mörk gegn Slóveníu á EM 2002, þar af átta í seinni hálfleik. Myndin er úr umfjöllun DV um leikinn.skjáskot af timarit.isEftir að hafa gert jafntefli við Spán, 24-24, í fyrsta leik sínum á EM 2002 mætti Ísland Slóveníu í öðrum leik sínum í B-riðli. Guðmundur Hrafnkelsson átti glansleik í íslenska markinu og varði 28 skot, þar af 19 í fyrri hálfleik. „Guðmundur Hrafnkelsson er í toppformi og verður betri með árunum. Mér sýnist að hann eigi nóg eftir,“ sagði Patrekur Jóhannesson við DV eftir leikinn. Patrekur skoraði níu mörk líkt og Ólafur Stefánsson. Átta af mörkum Patreks komu í seinni hálfleik. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Ísland var taplaust í fyrstu sex leikjum sínum á EM 2002 og endaði að lokum í 4. sæti á fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.Mörk Íslands: Patrekur Jóhannesson 9, Ólafur Stefánsson 9/5, Sigfús Sigurðsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Róbert Sighvatsson 1, Aron Kristjánsson 1, Dagur Sigurðsson 1.Ísland 28-34 Slóvenía, EM 2004Leikur Íslands hrundi undir lokin gegn Slóveníu á EM 2004.skjáskot af timarit.isSlóvenía hélt EM 2004 og komt alla leið í úrslit á mótinu. Íslandi gekk öllu verr. Liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13, og um miðbik seinni hálfleiks leiddu Íslendingar með tveimur mörkum, 22-20. Slóvenar skoruðu þá sjö mörk í röð, náðu undirtökunum og unnu að lokum með sex marka mun, 28-34. Slóvenar voru eldfljótir fram í leiknum og skoruðu 17 mörk eftir hraðaupphlaup. Íslendingar stoppuðu stutt við í Slóveníu en þeir enduðu í neðsta sæti C-riðils með aðeins eitt stig.Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Sigfús Sigurðsson 4, Einar Örn Jónsson 3, Jaliesky Garcia 2, Rúnar Sigtryggsson 1.Ísland 30-25 Slóvenía, ÓL 2004Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorvarðarson fagna eftir sigurinn á Slóveníu á Ólympíuleikunum 2004. Myndin er úr umfjöllun DV um leikinn.skjáskot af timarit.isÍsland og Slóvenía mættust þrisvar á stórmótum á tólf mánuðum 2004-05. Slóvenar unnu leiki liðanna á EM 2004 og HM 2005 en Íslendingar sigruðu Slóvena á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, 30-25. Slóvenar byrjuðu leikinn betur en Íslendingar unnu sig svo inn í hann og staðan í hálfleik var jöfn, 10-10. Seinni hálfleikurinn var svo sennilega sá besti hjá íslenska liðinu á Ólympíuleikunum og það vann hann, 20-15. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex af sjö mörkum sínum í seinni hálfleik og þá komu einnig öll fjögur mörk Róberts Gunnarssonar. Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar en hann var langbesti leikmaður Íslands í Aþenu. Sigurinn dugði Íslandi þó skammt því liðið komst ekki úr riðlinum, líkt og Slóvenía. Íslendingar enduðu í 9. sæti eftir sigur á Brasilíumönnum í lokaleik sínum á mótinu. Eftir Ólympíuleikana hætti Guðmundur Guðmundsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Viggó Sigurðsson.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 7, Ólafur Stefánsson 6/1, Jaliesky Garcia 6, Róbert Gunnarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1.Ísland 32-31 Slóvenía, HM 2007Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik gegn Slóveníu á HM 2007.vísir/epaÍsland tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM 2007 með sigri á Slóveníu, 32-31, í þriðja leik sínum í milliriðli. Markvarsla Íslands var ekki alltaf upp á marga fiska á HM 2007 en hún var frábær gegn Slóveníu og stærsta ástæða þess að sigurinn datt Íslands megin. Birkir Ívar Guðmundsson varði 21 skot og Roland Valur Eradze lokaði svo markinu undir lokin þegar íslenska liðið virtist staðráðið í að kasta frá sér vænlegri forystu. „Ég get samt ekki neitað því að mér fannst síðustu tíu mínúturnar helvíti langar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason við Fréttablaðið eftir leik. Ísland mætti Danmörku í 8-liða úrslitunum og tapaði á grátlegan hátt. Á endanum varð 8. sætið niðurstaðan á HM 2007.Mörk Íslands: Logi Geirsson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 7/3, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Sigfús Sigurðsson 2. EM 2020 í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar byrja án stiga í milliriðlinum en Slóvenar eru með tvö stig. Í tilefni af leiknum gegn Slóveníu í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Slóvena á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 31-25 Slóvenía, EM 2002Patrekur Jóhannesson skoraði níu mörk gegn Slóveníu á EM 2002, þar af átta í seinni hálfleik. Myndin er úr umfjöllun DV um leikinn.skjáskot af timarit.isEftir að hafa gert jafntefli við Spán, 24-24, í fyrsta leik sínum á EM 2002 mætti Ísland Slóveníu í öðrum leik sínum í B-riðli. Guðmundur Hrafnkelsson átti glansleik í íslenska markinu og varði 28 skot, þar af 19 í fyrri hálfleik. „Guðmundur Hrafnkelsson er í toppformi og verður betri með árunum. Mér sýnist að hann eigi nóg eftir,“ sagði Patrekur Jóhannesson við DV eftir leikinn. Patrekur skoraði níu mörk líkt og Ólafur Stefánsson. Átta af mörkum Patreks komu í seinni hálfleik. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Ísland var taplaust í fyrstu sex leikjum sínum á EM 2002 og endaði að lokum í 4. sæti á fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.Mörk Íslands: Patrekur Jóhannesson 9, Ólafur Stefánsson 9/5, Sigfús Sigurðsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Róbert Sighvatsson 1, Aron Kristjánsson 1, Dagur Sigurðsson 1.Ísland 28-34 Slóvenía, EM 2004Leikur Íslands hrundi undir lokin gegn Slóveníu á EM 2004.skjáskot af timarit.isSlóvenía hélt EM 2004 og komt alla leið í úrslit á mótinu. Íslandi gekk öllu verr. Liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13, og um miðbik seinni hálfleiks leiddu Íslendingar með tveimur mörkum, 22-20. Slóvenar skoruðu þá sjö mörk í röð, náðu undirtökunum og unnu að lokum með sex marka mun, 28-34. Slóvenar voru eldfljótir fram í leiknum og skoruðu 17 mörk eftir hraðaupphlaup. Íslendingar stoppuðu stutt við í Slóveníu en þeir enduðu í neðsta sæti C-riðils með aðeins eitt stig.Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Sigfús Sigurðsson 4, Einar Örn Jónsson 3, Jaliesky Garcia 2, Rúnar Sigtryggsson 1.Ísland 30-25 Slóvenía, ÓL 2004Guðmundur Guðmundsson og Einar Þorvarðarson fagna eftir sigurinn á Slóveníu á Ólympíuleikunum 2004. Myndin er úr umfjöllun DV um leikinn.skjáskot af timarit.isÍsland og Slóvenía mættust þrisvar á stórmótum á tólf mánuðum 2004-05. Slóvenar unnu leiki liðanna á EM 2004 og HM 2005 en Íslendingar sigruðu Slóvena á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, 30-25. Slóvenar byrjuðu leikinn betur en Íslendingar unnu sig svo inn í hann og staðan í hálfleik var jöfn, 10-10. Seinni hálfleikurinn var svo sennilega sá besti hjá íslenska liðinu á Ólympíuleikunum og það vann hann, 20-15. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex af sjö mörkum sínum í seinni hálfleik og þá komu einnig öll fjögur mörk Róberts Gunnarssonar. Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar en hann var langbesti leikmaður Íslands í Aþenu. Sigurinn dugði Íslandi þó skammt því liðið komst ekki úr riðlinum, líkt og Slóvenía. Íslendingar enduðu í 9. sæti eftir sigur á Brasilíumönnum í lokaleik sínum á mótinu. Eftir Ólympíuleikana hætti Guðmundur Guðmundsson sem landsliðsþjálfari og við starfi hans tók Viggó Sigurðsson.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 7, Ólafur Stefánsson 6/1, Jaliesky Garcia 6, Róbert Gunnarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1.Ísland 32-31 Slóvenía, HM 2007Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik gegn Slóveníu á HM 2007.vísir/epaÍsland tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á HM 2007 með sigri á Slóveníu, 32-31, í þriðja leik sínum í milliriðli. Markvarsla Íslands var ekki alltaf upp á marga fiska á HM 2007 en hún var frábær gegn Slóveníu og stærsta ástæða þess að sigurinn datt Íslands megin. Birkir Ívar Guðmundsson varði 21 skot og Roland Valur Eradze lokaði svo markinu undir lokin þegar íslenska liðið virtist staðráðið í að kasta frá sér vænlegri forystu. „Ég get samt ekki neitað því að mér fannst síðustu tíu mínúturnar helvíti langar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason við Fréttablaðið eftir leik. Ísland mætti Danmörku í 8-liða úrslitunum og tapaði á grátlegan hátt. Á endanum varð 8. sætið niðurstaðan á HM 2007.Mörk Íslands: Logi Geirsson 8, Snorri Steinn Guðjónsson 7/3, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Sigfús Sigurðsson 2.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira