Sigmundur Davíð, hvað ætlarðu að gera? Svanur Már Snorrason skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Ég var ekki einn af þeim mörgu sem trúðu loforðum þínum, Sigmundur Davíð, í aðdraganda kosninganna, enda erfitt að trúa og treysta Framsóknarflokknum, flokki sem hampaði mönnum eins og Finni Ingólfssyni og Halldóri Ásgrímssyni – mönnum sem flestir vilja gleyma. En þrátt fyrir að ég hafi ekki trúað fagurgala þínum, Sigmundur Davíð, gerðu margir Íslendingar það, og með honum vannstu ekki bara stórsigur heldur varð fagurgalinn þess valdandi að þú fórst alla leið í stól forsætisráðherra. Að loknu leikriti eftir kosningarnar – sem flestir sáu að var bara lélegur farsi – myndaðirðu að sjálfsögðu stjórn með Sjálfstæðisflokknum, enda þægilegt að hafa góðan þingmeirihluta og fólk sem er að mestu leyti sammála þér í flestum málum. Já, kjósendur sögðu sitt og umboðið var þitt. En hvað ætlarðu að gera, Sigmundur Davíð? Ætlarðu að fara í sögubækurnar sem mesti svikari kosningaloforða Íslandssögunnar? Þar myndirðu tróna á toppnum í stórum og hræðilegum hópi, og þar mun þér kannski bara líða vel. Líkur sækir jú líkan heim. Eða ætlarðu raunverulega að standa við loforð þitt um aðstoð við mörg bágstödd heimili landsins? Ertu maður orða þinna? Mér þætti gaman að sjá það, því sjálfur er ég láglaunamaður sem á í erfiðleikum með að ná endum saman um mánaðamót, og berst við að halda minni íbúð. Ætlarðu að gera eitthvað fyrir mig, þótt ég hafi ekki kosið þig? Byrjun þín sem forsætisráðherra er sú versta og sorglegasta í sögu íslenska lýðveldisins, þrátt fyrir að í þeim efnum sé af nógu að taka. En batnandi mönnum er jú best að lifa, og best að klifa aðeins á frösunum – fall er faraheill, og allt það. Byrjun þessi fólst í að draga öll kosningaloforðin í land og kenna gömlu stjórninni um hversu slæm staða ríkissjóðs væri; mun verri en þú áttir von á – þrátt fyrir að allar tölur væru uppi á borðinu og í raun öllum aðgengilegar. Nema þér og Bjarna Ben. Og ekki gleyma því að flokkum ykkar er hrunið alfarið að kenna – reyndu ekki einu sinni að þræta fyrir það – yrði þér einungis til minnkunar. En aftur að byrjun þinni: Að sjálfsögðu var keyrt í gegnum þingið á ógnarhraða að gera þá vellauðugu enn vellauðugari, enda verður að passa vel upp á kvótafólkið. Það má auðvitað ekki missa spón úr aski sínum, þótt barmafullur sé. En lítið hefur heyrst af loforðinu um lækkun skulda heimilanna – bara ekki neitt. Það loforð kom þér, Sigmundur Davíð, til valda, en ef þú stendur ekki við það verðurðu ekki lengi við völd. Almenningur mun sjá til þess. Það er kannski ekki skrýtið að menn eins og þú og Bjarni Ben eigið erfitt með að samsama ykkur sauðsvörtum almúganum sem heldur uppi samfélaginu og bankakerfinu með hörku og dugnaði þótt lítið sé eftir í buddunni þegar búið er að borga af öllu. Þið tveir eruð moldríkir og hafið aldrei þurft að hafa neitt fyrir lífinu, og þekkið ekki basl né fjárhagsáhyggjur. En þótt raunin sé sú er staðan engu að síður grafalvarleg fyrir ykkur og ríkisstjórnina. Í margar aldir voru Íslendingar kúgaðir og létu margt yfir sig ganga, og gera því miður enn. Hins vegar breyttist margt eftir hrun og búsáhaldabyltingin og mótmælin í október 2010 eru gott dæmi um það. Ég er hins vegar hræddur um að næsta skref í mótmælum verði töluvert öðruvísi en áður, og að við eigum eftir að horfa upp á mjög harða og jafnvel blóðuga byltingu, ef þú stendur ekki við stóru orðin, Sigmundur Davíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég var ekki einn af þeim mörgu sem trúðu loforðum þínum, Sigmundur Davíð, í aðdraganda kosninganna, enda erfitt að trúa og treysta Framsóknarflokknum, flokki sem hampaði mönnum eins og Finni Ingólfssyni og Halldóri Ásgrímssyni – mönnum sem flestir vilja gleyma. En þrátt fyrir að ég hafi ekki trúað fagurgala þínum, Sigmundur Davíð, gerðu margir Íslendingar það, og með honum vannstu ekki bara stórsigur heldur varð fagurgalinn þess valdandi að þú fórst alla leið í stól forsætisráðherra. Að loknu leikriti eftir kosningarnar – sem flestir sáu að var bara lélegur farsi – myndaðirðu að sjálfsögðu stjórn með Sjálfstæðisflokknum, enda þægilegt að hafa góðan þingmeirihluta og fólk sem er að mestu leyti sammála þér í flestum málum. Já, kjósendur sögðu sitt og umboðið var þitt. En hvað ætlarðu að gera, Sigmundur Davíð? Ætlarðu að fara í sögubækurnar sem mesti svikari kosningaloforða Íslandssögunnar? Þar myndirðu tróna á toppnum í stórum og hræðilegum hópi, og þar mun þér kannski bara líða vel. Líkur sækir jú líkan heim. Eða ætlarðu raunverulega að standa við loforð þitt um aðstoð við mörg bágstödd heimili landsins? Ertu maður orða þinna? Mér þætti gaman að sjá það, því sjálfur er ég láglaunamaður sem á í erfiðleikum með að ná endum saman um mánaðamót, og berst við að halda minni íbúð. Ætlarðu að gera eitthvað fyrir mig, þótt ég hafi ekki kosið þig? Byrjun þín sem forsætisráðherra er sú versta og sorglegasta í sögu íslenska lýðveldisins, þrátt fyrir að í þeim efnum sé af nógu að taka. En batnandi mönnum er jú best að lifa, og best að klifa aðeins á frösunum – fall er faraheill, og allt það. Byrjun þessi fólst í að draga öll kosningaloforðin í land og kenna gömlu stjórninni um hversu slæm staða ríkissjóðs væri; mun verri en þú áttir von á – þrátt fyrir að allar tölur væru uppi á borðinu og í raun öllum aðgengilegar. Nema þér og Bjarna Ben. Og ekki gleyma því að flokkum ykkar er hrunið alfarið að kenna – reyndu ekki einu sinni að þræta fyrir það – yrði þér einungis til minnkunar. En aftur að byrjun þinni: Að sjálfsögðu var keyrt í gegnum þingið á ógnarhraða að gera þá vellauðugu enn vellauðugari, enda verður að passa vel upp á kvótafólkið. Það má auðvitað ekki missa spón úr aski sínum, þótt barmafullur sé. En lítið hefur heyrst af loforðinu um lækkun skulda heimilanna – bara ekki neitt. Það loforð kom þér, Sigmundur Davíð, til valda, en ef þú stendur ekki við það verðurðu ekki lengi við völd. Almenningur mun sjá til þess. Það er kannski ekki skrýtið að menn eins og þú og Bjarni Ben eigið erfitt með að samsama ykkur sauðsvörtum almúganum sem heldur uppi samfélaginu og bankakerfinu með hörku og dugnaði þótt lítið sé eftir í buddunni þegar búið er að borga af öllu. Þið tveir eruð moldríkir og hafið aldrei þurft að hafa neitt fyrir lífinu, og þekkið ekki basl né fjárhagsáhyggjur. En þótt raunin sé sú er staðan engu að síður grafalvarleg fyrir ykkur og ríkisstjórnina. Í margar aldir voru Íslendingar kúgaðir og létu margt yfir sig ganga, og gera því miður enn. Hins vegar breyttist margt eftir hrun og búsáhaldabyltingin og mótmælin í október 2010 eru gott dæmi um það. Ég er hins vegar hræddur um að næsta skref í mótmælum verði töluvert öðruvísi en áður, og að við eigum eftir að horfa upp á mjög harða og jafnvel blóðuga byltingu, ef þú stendur ekki við stóru orðin, Sigmundur Davíð.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun