Verkföll hjá Toyota, BMW og GM í S-Afríku Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2013 11:15 Samsetningarverksmiðja BMW í S-Afríku Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn. Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent
Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn.
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent