Erlent

Skuggalegir skoteldar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega fertugur maður í Greve, rétt utan við Kaupmannahöfn, hefur verið handtekinn fyrir að selja lífshættulega og ólöglega flugelda úr tveimur vörubílum við verslunarmiðstöð þar í bænum. Varðstjóri lögreglunnar á staðnum sparaði ekki lýsingarnar og sagði í viðtali við Jótlandspóstinn að flugeldarnir væru slíkir skaðræðisgripir að notendur þeirra gætu auðveldlega misst útlimi auk þess sem jafna mætti heilu byggingarnar við jörðu með þessum háskagripum. Fólk, sem kann að hafa keypt flugelda af þessum vafasama sölumanni, er beðið að setja sig í samband við lögregluna í Greve hið fyrsta og afhenda henni vöruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×