Viðskipti innlent

Fjármálaráðherra: Gott að það séu til verðmæti fyrir Icesave

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir samningaviðræður
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir samningaviðræður

„Það er gott að þarna séu verðmæti til staðar en það skiptir miklu hvernig þeim er ráðstafað í þágu þjóðarinnar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, um óvænta stöðu sem er komin upp í Icesave-málinu. Hann segir samningaferlið viðkvæmt.

Það var Timesonline sem greindi frá því í gærkvöldi að skilanefnd frá Ernst & Young hafi sent frá sér skýrslu þar sem fram komi að innistæðueigendur muni fá 70 til 80 prósent af fé sínu til baka.

Um er að ræða tugi breskra sveitafélaga sem munu, samkvæmt skýrslu skilanefndar, skipta með sér 200 milljónum punda, eða 38 milljörðum króna.

Peningurinn næst úr bankanum Heritable Bank, sem var í eigu Landsbankans fyrir bankahrun.

Þegar Steingrímur var inntur frekar eftir viðbrögðum vegna málsins svaraði hann: „Málið er í viðkvæmu samningaferli og ég bendi á samninganefndina sjálfa varðandi frekari upplýsingar.






Tengdar fréttir

Icesave skilar allt að 80 prósentum

Breska vefritið TimesOnline segir að tugir breskra sveitarfélaga muni skipta með sér allt að 200 milljónum sterlingspunda af fé sem þau áttu inni á Icesave reikningum Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×