Erlent

31 kíló af Kókaíni áttu meðal annars að fara til Íslands frá Portúgal

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Lögreglan í Portúgal handtók tvo menn og haldlagði 31 kíló af kókaíni í Porto í byrjun desember en samkvæmt frétt sem birtist í spænskum fjölmiðlum þá telur lögreglan áreiðanlegt að efninu hafi átt að dreifa á fíkniefnamarkaði á Spáni og Íslandi.

Annar mannanna sem var handtekinn er Portúgali en hinn maðurinn er evrópskur, lögreglan í Portúgal vildi hinsvegar ekki gefa upp þjóðerni mannsins. Þeir eru 31 árs og 23 ára og starfaði annar þeirra sem verktaki.

Mennirnir földu fíkniefnin í tveimur ferðatöskum en annar var með einnig með kókaín innvortis. Þeir voru handteknir á alþjóðaflugvellinum í Francisco Sa Carneiro í Porto.

Seinna í mánuðinum voru svo tveir Íslendingar um tvítugt handteknir í Madrid. Þeir reyndust einnig vera með kókaíni en ekki hefur verið gefið upp hversu mikið magn þeir voru með. Þess ber að geta að málin virðast ekki tengjast á nokkurn hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×