Á að efla doktorsnám á Íslandi? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2011 06:00 Nútímasamfélög krefjast æ meiri þekkingar til að takast á við flókin viðfangsefni. Krafa atvinnulífs, stofnana og stjórnsýslu um vel menntað starfsfólk eykst stöðugt. Þeim fjölgar sem kjósa háskólamenntun til að eiga betra tækifæri til að fá eftirsóknarverð störf. Samfélög reka háskóla til að byggja upp og bæta samfélagið til framtíðar. Reynsla aldanna hefur sýnt að menntun og þekkingarsköpun leiðir til meiri lífsgæða og blómlegra lífs. Í Hagsýn, veftímariti Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá í desember sl., er bent á að menntun og nýsköpun auki hagvöxt og framleiðni til lengri tíma. Hlutverk háskólanna er einkum tvenns konar; að mennta fólk á öllum aldri til starfa í samfélaginu og skapa nýja þekkingu með rannsóknum. Rannsóknir háskólakennara hafa líka það hlutverk að skapa vettvang til að þjálfa áhugasama nemendur í vinnubrögðum rannsókna. Ný þekking getur haft áhrif á þróun samfélagsins, orðið grunnur að nýjum atvinnutækifærum og nýsköpun, aukið skilvirkni og lagt drög að betra samfélagi. Í rannsóknanámi læra nemendur að skilgreina viðfangsefnið, setja fram tilgátu, prófa tilgátuna, komast að niðurstöðu og kynna niðurstöðuna fyrir alþjóðavísindasamfélaginu og nærsamfélagi sínu. Á sama tíma þjálfast nemendur í aðferðafræði greinarinnar, gera mælingar, meðhöndla talnasöfn, greina heimildir og stunda rökleiðslu. Á þessum vettvangi eru doktorsnemar þjálfaðir til að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar, viðfangsefni sem enn hafa ekki litið dagsins ljós. Til að tryggja gæði doktorsþjálfunar verða rannsóknaverkefnin ætíð að standast alþjóðlegar gæðakröfur og vera hæfar til birtingar í vísindaritum sem gangast undir strangt, alþjóðlegt jafningjamat. Sumir hafa gagnrýnt að íslenskir háskólar leggi áherslu á að þróa doktorsnámið og fjölga doktorsnemum. Sagt er að nemum sé hollast að sækja framhaldsnám til útlanda eins og þeir hafa gert lengst af. Það er að sönnu leið til mikils þroska að sækja nám til útlanda, kynnast nýrri menningu og margbreytilegum rannsóknaverkefnum. En án innlends doktorsnáms er ekki hægt að afla nýrrar þekkingar um verkefni sem eru Íslendingum mikilvæg. Dæmi um slík verkefni eru rannsóknir á íslenskum eldfjöllum og jarðfræði sem hlotið hafa viðurkenningu um allan heim. Enn fremur má telja verkefni sem tengjast lýsi og öðrum fiskafurðum, lyfjavirkum efnum úr íslenskri náttúru, erfðasjúkdómum, og rannsóknir á íslenskri sögu, bókmenntum og menningu. Sérstakur áhugi er nú á rannsóknum á áhrifavöldum efnahagshrunsins og hvernig stjórntæki gætu komið að gagni til að sagan endurtaki sig ekki. Minna má á að nýsköpunin sem fram fer innan Marels, Össurar, Actavis, Orfs og Marorku, til að nefna nokkur fyrirtæki sem eru vaxandi á alþjóðamarkaði, er knúin áfram af framlagi starfsmanna sem fengu vísindalega þjálfun í háskólum. Verkefni eins og þau sem talin eru hér að ofan mynda verðugan vettvang til þjálfunar í öguðum vinnubrögðum vísindamanns. Til að halda uppi kraftmiklu vísindastarfi á Íslandi skiptir máli að sækja doktorsnema til annarra landa og fá þá til þjálfunar meðan þeir vinna að eflingu á íslenskum rannsóknum. Þannig skapast þekking innanlands og um leið geta Íslendingar endurgoldið umheiminum menntun dætra sinna og sona. Aðeins er hægt að skapa eftirsóknarverðan þjálfunarvettvang og laða erlenda nemendur til landsins ef gæði rannsóknanna og doktorsnámsins eru mikil á alþjóðamælikvarða. Litlar þjóðir þurfa að beita hugkvæmni til að hafa roð við hagvexti stórra þjóða, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, sem eflist nú hröðum skrefum. Sú hugkvæmni byggir á að virkja fólk með þekkingu og nýjar hugmyndir til að auka grósku í atvinnulífinu. Þjóðir sem við berum okkur saman við leggja nú metnað sinn í að efla háskólastarf, einkum rannsóknir og framhaldsnám. Ef Íslendingar ætla á ný að öðlast öflugt atvinnulíf og verða samkeppnishæfir um vel menntað vinnuafl þarf að efla háskólanám og rannsóknir í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nútímasamfélög krefjast æ meiri þekkingar til að takast á við flókin viðfangsefni. Krafa atvinnulífs, stofnana og stjórnsýslu um vel menntað starfsfólk eykst stöðugt. Þeim fjölgar sem kjósa háskólamenntun til að eiga betra tækifæri til að fá eftirsóknarverð störf. Samfélög reka háskóla til að byggja upp og bæta samfélagið til framtíðar. Reynsla aldanna hefur sýnt að menntun og þekkingarsköpun leiðir til meiri lífsgæða og blómlegra lífs. Í Hagsýn, veftímariti Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá í desember sl., er bent á að menntun og nýsköpun auki hagvöxt og framleiðni til lengri tíma. Hlutverk háskólanna er einkum tvenns konar; að mennta fólk á öllum aldri til starfa í samfélaginu og skapa nýja þekkingu með rannsóknum. Rannsóknir háskólakennara hafa líka það hlutverk að skapa vettvang til að þjálfa áhugasama nemendur í vinnubrögðum rannsókna. Ný þekking getur haft áhrif á þróun samfélagsins, orðið grunnur að nýjum atvinnutækifærum og nýsköpun, aukið skilvirkni og lagt drög að betra samfélagi. Í rannsóknanámi læra nemendur að skilgreina viðfangsefnið, setja fram tilgátu, prófa tilgátuna, komast að niðurstöðu og kynna niðurstöðuna fyrir alþjóðavísindasamfélaginu og nærsamfélagi sínu. Á sama tíma þjálfast nemendur í aðferðafræði greinarinnar, gera mælingar, meðhöndla talnasöfn, greina heimildir og stunda rökleiðslu. Á þessum vettvangi eru doktorsnemar þjálfaðir til að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar, viðfangsefni sem enn hafa ekki litið dagsins ljós. Til að tryggja gæði doktorsþjálfunar verða rannsóknaverkefnin ætíð að standast alþjóðlegar gæðakröfur og vera hæfar til birtingar í vísindaritum sem gangast undir strangt, alþjóðlegt jafningjamat. Sumir hafa gagnrýnt að íslenskir háskólar leggi áherslu á að þróa doktorsnámið og fjölga doktorsnemum. Sagt er að nemum sé hollast að sækja framhaldsnám til útlanda eins og þeir hafa gert lengst af. Það er að sönnu leið til mikils þroska að sækja nám til útlanda, kynnast nýrri menningu og margbreytilegum rannsóknaverkefnum. En án innlends doktorsnáms er ekki hægt að afla nýrrar þekkingar um verkefni sem eru Íslendingum mikilvæg. Dæmi um slík verkefni eru rannsóknir á íslenskum eldfjöllum og jarðfræði sem hlotið hafa viðurkenningu um allan heim. Enn fremur má telja verkefni sem tengjast lýsi og öðrum fiskafurðum, lyfjavirkum efnum úr íslenskri náttúru, erfðasjúkdómum, og rannsóknir á íslenskri sögu, bókmenntum og menningu. Sérstakur áhugi er nú á rannsóknum á áhrifavöldum efnahagshrunsins og hvernig stjórntæki gætu komið að gagni til að sagan endurtaki sig ekki. Minna má á að nýsköpunin sem fram fer innan Marels, Össurar, Actavis, Orfs og Marorku, til að nefna nokkur fyrirtæki sem eru vaxandi á alþjóðamarkaði, er knúin áfram af framlagi starfsmanna sem fengu vísindalega þjálfun í háskólum. Verkefni eins og þau sem talin eru hér að ofan mynda verðugan vettvang til þjálfunar í öguðum vinnubrögðum vísindamanns. Til að halda uppi kraftmiklu vísindastarfi á Íslandi skiptir máli að sækja doktorsnema til annarra landa og fá þá til þjálfunar meðan þeir vinna að eflingu á íslenskum rannsóknum. Þannig skapast þekking innanlands og um leið geta Íslendingar endurgoldið umheiminum menntun dætra sinna og sona. Aðeins er hægt að skapa eftirsóknarverðan þjálfunarvettvang og laða erlenda nemendur til landsins ef gæði rannsóknanna og doktorsnámsins eru mikil á alþjóðamælikvarða. Litlar þjóðir þurfa að beita hugkvæmni til að hafa roð við hagvexti stórra þjóða, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, sem eflist nú hröðum skrefum. Sú hugkvæmni byggir á að virkja fólk með þekkingu og nýjar hugmyndir til að auka grósku í atvinnulífinu. Þjóðir sem við berum okkur saman við leggja nú metnað sinn í að efla háskólastarf, einkum rannsóknir og framhaldsnám. Ef Íslendingar ætla á ný að öðlast öflugt atvinnulíf og verða samkeppnishæfir um vel menntað vinnuafl þarf að efla háskólanám og rannsóknir í landinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun