Niðursoðnir útkjálkar Ingimundur Gíslason skrifar 29. júní 2011 05:30 Frændi minn, Jóhannes Arason (1913-2009), og um tíma bóndi á Múla í Gufudalssveit í Barðastrandasýslu, vann marga vetur við saltfiskverkun í Grindavík. Fyrrum bóndi á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði, Benedikt Pétursson (1892-1964), fór ungur gangandi úr Skagafirði til skólavistar í Flensborg í Hafnarfirði. Framangreindar athafnir þessara manna eru góð dæmi um þann hreyfanleika sem um aldir hefur einkennt íslenska þjóð. Hreyfanleika sem meðal annarra er ein orsök þess að vart er hægt að tala um mállýskur í íslenskri tungu. Íslenskum pólitíkusum er mikið í mun að varðveita það sem er, einkum þeim sem eru upp á atkvæði landsbyggðarinnar komnir. Þeir vilja til að mynda að byggðir strjálbýlis haldist áfram óbreyttar að íbúatölu og atvinnustarfsemi. Þetta kalla þeir byggðastefnu og hún virðist mega kosta næstum því hvað sem er. Hinir sem ekki búa úti á landi skulu borga brúsann. Byggðastefnan felst aðallega í því að sjóða niður núverandi stöðu byggða úti á landi, leggja í krukku með formalíni, varðveita, konservera. Einn hluti nýlegs frumvarps Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra er á þessum nótum. Þar á að úthluta byggðakvóta til fiskveiða, talað er um línuívilnun og ég veit ekki hvað og hvað. Hugtök eins og hagkvæmni, arðsköpun, bætt lífskjör allra landsmanna eru þar aukaatriði. Formaður sjávarútvegsnefndar segir að samfélagsleg sjónarmið skipti ekki síður máli en þau hagfræðilegu. En í samfélagi hverra? Er niðursuða byggða við sjávarsíðuna samfélagsleg aðgerð? Spyr sá sem ekki veit. Íslenskar sjávarbyggðir eiga betra skilið en að verða að eins konar rómantískum sælureitum fyrir útlenda ferðamenn, þorpum þar sem fáeinir smábátar leggja að landi í sumarblíðunni með nokkra fiska innanborðs. Eða að unaðsreitum fyrir örfáa útvalda líkt og Petit Trianon var í Versölum á tíma Lúðvíks sextánda Frakkakonungs þar sem spúsa hans, Marie Antoinette, og hirðdömur hennar mjólkuðu kýr í tötrum sveitakvenna. Stærsta, og raunverulega hið eina, byggðavandamál á Íslandi er það að landið haldist ekki í byggð sem þróttmikið samfélag framfara, hreyfanleika og blómstrandi mannlífs. Mikilvægt er að það takist að stöðva vaxandi atgervisflótta til útlanda og að ungt menntað fólk vilji búa á Íslandi. Ísland má nefnilega ekki verða steinrunnið byggðasafn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Frændi minn, Jóhannes Arason (1913-2009), og um tíma bóndi á Múla í Gufudalssveit í Barðastrandasýslu, vann marga vetur við saltfiskverkun í Grindavík. Fyrrum bóndi á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði, Benedikt Pétursson (1892-1964), fór ungur gangandi úr Skagafirði til skólavistar í Flensborg í Hafnarfirði. Framangreindar athafnir þessara manna eru góð dæmi um þann hreyfanleika sem um aldir hefur einkennt íslenska þjóð. Hreyfanleika sem meðal annarra er ein orsök þess að vart er hægt að tala um mállýskur í íslenskri tungu. Íslenskum pólitíkusum er mikið í mun að varðveita það sem er, einkum þeim sem eru upp á atkvæði landsbyggðarinnar komnir. Þeir vilja til að mynda að byggðir strjálbýlis haldist áfram óbreyttar að íbúatölu og atvinnustarfsemi. Þetta kalla þeir byggðastefnu og hún virðist mega kosta næstum því hvað sem er. Hinir sem ekki búa úti á landi skulu borga brúsann. Byggðastefnan felst aðallega í því að sjóða niður núverandi stöðu byggða úti á landi, leggja í krukku með formalíni, varðveita, konservera. Einn hluti nýlegs frumvarps Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra er á þessum nótum. Þar á að úthluta byggðakvóta til fiskveiða, talað er um línuívilnun og ég veit ekki hvað og hvað. Hugtök eins og hagkvæmni, arðsköpun, bætt lífskjör allra landsmanna eru þar aukaatriði. Formaður sjávarútvegsnefndar segir að samfélagsleg sjónarmið skipti ekki síður máli en þau hagfræðilegu. En í samfélagi hverra? Er niðursuða byggða við sjávarsíðuna samfélagsleg aðgerð? Spyr sá sem ekki veit. Íslenskar sjávarbyggðir eiga betra skilið en að verða að eins konar rómantískum sælureitum fyrir útlenda ferðamenn, þorpum þar sem fáeinir smábátar leggja að landi í sumarblíðunni með nokkra fiska innanborðs. Eða að unaðsreitum fyrir örfáa útvalda líkt og Petit Trianon var í Versölum á tíma Lúðvíks sextánda Frakkakonungs þar sem spúsa hans, Marie Antoinette, og hirðdömur hennar mjólkuðu kýr í tötrum sveitakvenna. Stærsta, og raunverulega hið eina, byggðavandamál á Íslandi er það að landið haldist ekki í byggð sem þróttmikið samfélag framfara, hreyfanleika og blómstrandi mannlífs. Mikilvægt er að það takist að stöðva vaxandi atgervisflótta til útlanda og að ungt menntað fólk vilji búa á Íslandi. Ísland má nefnilega ekki verða steinrunnið byggðasafn.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar