Viðskipti erlent

Talið að þjóðaratkvæðagreiðslan muni snúast um aðild að evrusvæðinu

Frá fundinum í kvöld
Frá fundinum í kvöld mynd/AFP
Nicolas Sarkozy frakklandsforseti og Angela Merkel kanslari Þýskalands beindu því til George Papandreou forsætisráðherra Grikklands að standa við skuldbindingar sínar og ákveða hvort að Grikklandi vilji vera hlut af evrusvæðinu.

Þetta er á meðal þess sem kom fram á fundi með leiðtogum Evrópusambandsríkjanna í kvöld. Á fundinum hefur meðal annars verið náð samkomulag um björgunaraðgerðir fyrir Grikkland en eftir að Papandreou boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakkan brá mönnum heldur betur í brún.

Financial Times segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni snúast um það að hvort að Grikklandi eigi að vera hluti af evrusvæðinu en ekki hvort að samþykkja eigi björgunarpakkann. Talsmaður ríkisstjórnar Grikklands sagði þó í kvöld að það yrði ekki svo. Greitt yrði atkvæði um fjárhagsaðstoðina en ekki um aðild landsins að evrusvæðinu.

Það er þó talið víst að á endanum muni atkvæðagreiðslan snúast um aðildina að svæðinu. Skoðanakannanir benda til þess að grískir kjósendur muni hafna björgunaraðgerðinum í atkvæðagreiðslunni. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði að björgunarpakkinn væri í boði til þess að bjarga landinu frá gjaldþroti.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×