Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2019 21:39 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. GETTY/ DAVID RYDER Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Boeing 737 MAX-þoturnar voru kyrrsettar um heim allan eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Í heildina létust 346 í slysunum tveimur og eru yfir sjö hundruð MAX-þotur taldar vera kyrrsettar hjá flugfélögum víða um heim, þar á meðal hjá Icelandair. 737 MAX 8-vélar félagsins hafa verið kyrrsettar frá því í mars á þessu ári. Stjórn Boeing er sögð hafa fundað síðustu tvo daga í Chicago vegna málsins og var tilkynnt um ákvörðunina á ellefta tímanum að íslenskum tíma. Fulltrúar Boeing hafa áður sagt að ef fyrirtækið fengi ekki leyfi til þess að hefja afhendingu á nýjum vélum fyrir lok 2019 gæti það verið tilneytt til þess að hægja á framleiðslu eða stöðva hana. Icelandair hefur áður gefið út að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári.Fréttin var uppfærð klukkan 22:19 með fregnum af ákvörðun stjórnar Boeing en fundur hennar stóð enn yfir þegar fréttin var fyrst birt. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Boeing 737 MAX-þoturnar voru kyrrsettar um heim allan eftir tvö mannskæð flugslys í mars og október á síðasta ári. Í heildina létust 346 í slysunum tveimur og eru yfir sjö hundruð MAX-þotur taldar vera kyrrsettar hjá flugfélögum víða um heim, þar á meðal hjá Icelandair. 737 MAX 8-vélar félagsins hafa verið kyrrsettar frá því í mars á þessu ári. Stjórn Boeing er sögð hafa fundað síðustu tvo daga í Chicago vegna málsins og var tilkynnt um ákvörðunina á ellefta tímanum að íslenskum tíma. Fulltrúar Boeing hafa áður sagt að ef fyrirtækið fengi ekki leyfi til þess að hefja afhendingu á nýjum vélum fyrir lok 2019 gæti það verið tilneytt til þess að hægja á framleiðslu eða stöðva hana. Icelandair hefur áður gefið út að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári.Fréttin var uppfærð klukkan 22:19 með fregnum af ákvörðun stjórnar Boeing en fundur hennar stóð enn yfir þegar fréttin var fyrst birt.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57 Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. 21. nóvember 2019 22:00
United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13
Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00
Lengsta MAX-þotan frumsýnd í kyrrþey hjá Boeing án fjölmiðla Fyrsta eintakinu af Boeing 737 MAX 10-þotunni var ýtt úr verksmiðju félagsins í Renton í Washington-ríki á föstudag. Þetta er lengsta þotan í 737-línunni og átti að verða krúnudjásnið í MAX-flotanum. 25. nóvember 2019 10:57