Viðskipti erlent

Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Boeing 737 MAX-þotur Air Astana verða notaðar hjá dótturfélaginu Fly Arystan.
Boeing 737 MAX-þotur Air Astana verða notaðar hjá dótturfélaginu Fly Arystan. Mynd/Boeing.
Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. 

Dubai-flugsýningin er ein helsta kaupstefna flugiðnaðarins og þar keppast risarnir Airbus og Boeing um hylli flugfélaga. Þegar kemur að stærsta einstaka samningnum hefur Airbus vinninginn, með tvöþúsund milljarða króna sölu á fimmtíu Airbus A350 breiðþotum til Emirates-flugfélagsins í Dubai.

Boeing glímir á sama tíma við skaddað orðspor og hefur lagt höfuðáherslu á að endurvinna traust flugfélaga og almennings á MAX þotunum. 

Sjá einnig hér: Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni

Ráðamenn Boeing og Air Astana í Dubai eftir undirritun viljayfirlýsingar um þrjátíu Boeing 737 MAX-þotur.Mynd/AFP.
Bandaríska flugvélaframleiðandanum þykir hafa orðið nokkuð ágengt í Dubai því þar var tilkynnt um pantanir á alls fimmtíu MAX-þotum, - vélum sem hafa sætt flugbanni frá því í mars. Flestar, eða þrjátíu þotur, pantaði Air Astana flugfélagið í Kasakstan, og tyrkneska flugfélagið SunExpress keypti tíu. 

Ráðamenn Boeing gátu þó ekki gefið út neina tímasetningu um hvenær Maxarnir flygju á ný. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni

Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×