Viðskipti erlent

Boeing fékk pantanir í smíði á fimmtíu 737 MAX-þotum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Boeing 737 MAX-þotur Air Astana verða notaðar hjá dótturfélaginu Fly Arystan.
Boeing 737 MAX-þotur Air Astana verða notaðar hjá dótturfélaginu Fly Arystan. Mynd/Boeing.

Boeing-verksmiðjurnar hafa á flugsýningunni í Dubai síðustu daga fengið pantanir í smíði á samtals fimmtíu 737 MAX-þotum, þrátt fyrir að vélarnar hafi verið kyrrsettar undanfarna átta mánuði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. 

Dubai-flugsýningin er ein helsta kaupstefna flugiðnaðarins og þar keppast risarnir Airbus og Boeing um hylli flugfélaga. Þegar kemur að stærsta einstaka samningnum hefur Airbus vinninginn, með tvöþúsund milljarða króna sölu á fimmtíu Airbus A350 breiðþotum til Emirates-flugfélagsins í Dubai.

Boeing glímir á sama tíma við skaddað orðspor og hefur lagt höfuðáherslu á að endurvinna traust flugfélaga og almennings á MAX þotunum. 

Sjá einnig hér: Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni

Ráðamenn Boeing og Air Astana í Dubai eftir undirritun viljayfirlýsingar um þrjátíu Boeing 737 MAX-þotur. Mynd/AFP.

Bandaríska flugvélaframleiðandanum þykir hafa orðið nokkuð ágengt í Dubai því þar var tilkynnt um pantanir á alls fimmtíu MAX-þotum, - vélum sem hafa sætt flugbanni frá því í mars. Flestar, eða þrjátíu þotur, pantaði Air Astana flugfélagið í Kasakstan, og tyrkneska flugfélagið SunExpress keypti tíu. 

Ráðamenn Boeing gátu þó ekki gefið út neina tímasetningu um hvenær Maxarnir flygju á ný. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni

Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.