Viðskipti erlent

United Air­lines snýr baki við Boeing og kaupir fimm­tíu Air­bus-þotur

Atli Ísleifsson skrifar
United Airlines er nú þegar með nokkrar Airbus-vélar í flota sínum.
United Airlines er nú þegar með nokkrar Airbus-vélar í flota sínum. Getty

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boeing-þota félagsins.

United Airlines greindi frá þessu í morgun og er þetta nýjasta áfallið fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing sem hefur átt sérstaklega erfitt ár eftir að 737 MAX-vélar þess voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa.

Nýju Airbus-þoturnar eru langdrægar og af gerðinni Airbus A321XLR og er þeim ætlað að koma í stað 53 Boeing 757-200 véla flugfélagsins. Er talið að Airbus-vélarnar eyði um 30 prósent minna af eldsneyti en gömlu Boeing-vélarnar.

United Airlines bætist með þessu í hóp bandarískra flugfélaga sem hafa að undanförnu frekar kosið að leita til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus í stað Boeing.

Nýju Airbus-vélar United munu bætast í flotann árið 2024. Áætlað er að samningur United Airlines og Airbus hljóði upp á 7,1 milljarða Bandaríkjadala, ef frá er talinn mögulegur afsláttur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.