Erlent

Júsjenkó varð fyrir eitrun

Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðandi í Úkraínu varð fyrir dioxineitrun, en ekki er enn vitað hvort eitrað hafi verið fyrir honum af ásettu ráði. Læknar sem rannsakað hafa Júsjenkó undanfarna daga segja engan vafa leika á því að Júsjenkó hafi orðið fyrir dioxineitrun og líklega hafi hann fengið það í gegnum munninn. Það sé ástæða þess hve heilsu og útliti forsetaframbjóðandans hafi hrakað á undanförnum vikum. Hins vegar segja þeir ómögulegt að segja til um hvort eitrað hafi verið fyrir honum af ásettu ráði, enda sé það lögregluyfirvalda að komast að því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×