Erlent

Neyða börn til herþjónustu

Joseph Kony er leiðtogi Frelsishers Drottins, hann er eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum
Joseph Kony er leiðtogi Frelsishers Drottins, hann er eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum Mynd/AFP
Úgönsku skæruliðasamtökin, Frelsisher drottins, eru sögð hafi rænt börnum og fullorðnum til að afla sér nýrra liðsmanna. Markmiðið er að ráða yfir afskekktum svæðum í Mið-Afríku.

Leiðtogi frelsishersins, Joseph Kony, hefur barist gegn Úgönskum yfirvöldum síðan 1986 og er nú sagt að hann hafi skipað her sínum að fara um Mið-Afríkulýðveldið og Norður-Kongó til þess að ræna óbreyttum borgurum.

Mannréttindavaktin segir að herinn hafi rænt og þvingað að minnsta kosti 700 menn og börn síðastliðna 18 mánuði til þess eins að starfa fyrir her sinn. Sumum er kennt að drepa menn og þjálfaðir til að umgangast aðrar manneskjur eins og dýr. Mannréttindavaktin segir að telpur séu þvingaðar í kynlífsþrælkun eða látnar vinna sem þjónustustúlkur.

Joseph Kony er eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum og er talið að hann haldi sig á afskekktusvæði á milli Sudan og Mið-Afríkulýðveldsins. Árið 2008 var nálægt því að undirrita friðarsáttmála við yfirvöld í Suður-Súdan en á síðustu stundu féll hann frá samningnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×