Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2020 12:08 Lækkun heimsmarkaðsverð ætti að skila sér í auknum mæi til neytenda að mati framkvæmdastjóra FÍB. Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Álagning olíufélaganna sé að jafnaði um 16 krónum meiri í dag en hún var í upphafi árs, með teknu tilliti til veikingar krónunnar, og hefur olíuverðslækkunin verið um tvöfalt meiri í Danmörku á síðustu vikum en hér á landi - þó svo að hærri skattar séu innheimtir þar af eldsneyti. Það sé „sjálfsögð krafa“ að Íslendingar lifi við sömu markaðslögmál og nágrannalöndin. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra í ein 18 ár. Eftirspurn eftir olíu hefur hrunið, bæði vegna ferðatakmarkana, samkomu- og útgöngubanns sem mörg ríki hafa beitt til að hefta útbreiðslu veirunnar og efnahagslegra áhrif aðgerðanna. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að þessi staða hafi skilað sér í verðlækkunum á eldsneyti um allan heim - Íslandi þar með töldu. Þannig hafi lítrinn lækkað hjá íslensku olíufélögunum um 18 krónu í marsmánuði. Þessi lækkun ætti þó að vera meiri að mati Runólfs. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þannig hafi álagning íslenskra olíufélaga aukist á síðustu mánuðum, nánar tiltekið um 16 krónur á lítra frá upphafi árs með teknu tilliti til veikingar krónunnar á sama tíma. „Það er skýrt dæmi um það hvernig menn eru á bremsunni við að skila verðlækkuninni til neytenda,“ segir Runólfur. Hann áætlar að tregða við verðlækkunin skýrist af því óvissuástandi sem nú er uppi í efnahagsmálum. Þá hefur akstur á Íslandi dregist saman um fimmtung frá því að samkomubanni var komið á um miðjan mars. Runólfi þykir hins vegar öfugsnúið að olíufélögin skuli ekki lækka verðið þegar eftirspurnin minnkar - það sé það sem aðrir kaupmenn hafi þurft að gera nú þegar kreppir að. „Hvernig eru að kaupmenn að bregðast við samdrætti? Þeir eru með tilboð,“ segir Runólfur og bætir við að olíufélögin virðist hins vegar ætla að fara þveröfuga leið: Halda uppi hærra verði vegna minnkandi sölu. Sjá einnig: Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Runólfur segir þannig að olíuverðið hafi lækkað að jafnaði um 36 krónur í Danmörku, á sama tíma og það hafi lækkað um 18 krónur hér. Engu að síður séu skattar á eldsneyti hærri í Danmörku en á Íslandi. Aðspurður um hvað hann telji að eðlilegt eldsneytisverð á Íslandi ætti að vera bendir Runólfur á bensínstöðvarnar sem næstar eru Costco í Kauptúni. Þar kosti lítrinn af bensíni og dísel að jafnaði um 188 krónur og segir Runólfur fátt því til fyrirstöðu að bjóða megi það verð um land allt. Íslendingar greiði nú þegar flutningsjöfnunargjald, skatt sem ætlað er að jafna vöruverð um land allt. Víða kosti lítrinn hins vegar 218 krónur, sem er um 30 krónum meira en á stöðvunum sem næstar eru Costco. Fyrir fjölskyldur sem kaupa um 2000 lítra af eldsneyti á ári þýði það 60 þúsund króna aukakostnaður. Eldsneytisverð smitar jafnframt út frá sér í aðra anga íslensk þjóðlífs, hefur áhrif á verðbólgu og því ættu Íslendingar að vera vakandi fyrir því að ekki sé okrað á þessari „nauðsynjavöru“ að sögn Runólfs. Spjall hans við Bítið má nálgast í heild sinni hér. Bensín og olía Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Álagning olíufélaganna sé að jafnaði um 16 krónum meiri í dag en hún var í upphafi árs, með teknu tilliti til veikingar krónunnar, og hefur olíuverðslækkunin verið um tvöfalt meiri í Danmörku á síðustu vikum en hér á landi - þó svo að hærri skattar séu innheimtir þar af eldsneyti. Það sé „sjálfsögð krafa“ að Íslendingar lifi við sömu markaðslögmál og nágrannalöndin. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra í ein 18 ár. Eftirspurn eftir olíu hefur hrunið, bæði vegna ferðatakmarkana, samkomu- og útgöngubanns sem mörg ríki hafa beitt til að hefta útbreiðslu veirunnar og efnahagslegra áhrif aðgerðanna. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að þessi staða hafi skilað sér í verðlækkunum á eldsneyti um allan heim - Íslandi þar með töldu. Þannig hafi lítrinn lækkað hjá íslensku olíufélögunum um 18 krónu í marsmánuði. Þessi lækkun ætti þó að vera meiri að mati Runólfs. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þannig hafi álagning íslenskra olíufélaga aukist á síðustu mánuðum, nánar tiltekið um 16 krónur á lítra frá upphafi árs með teknu tilliti til veikingar krónunnar á sama tíma. „Það er skýrt dæmi um það hvernig menn eru á bremsunni við að skila verðlækkuninni til neytenda,“ segir Runólfur. Hann áætlar að tregða við verðlækkunin skýrist af því óvissuástandi sem nú er uppi í efnahagsmálum. Þá hefur akstur á Íslandi dregist saman um fimmtung frá því að samkomubanni var komið á um miðjan mars. Runólfi þykir hins vegar öfugsnúið að olíufélögin skuli ekki lækka verðið þegar eftirspurnin minnkar - það sé það sem aðrir kaupmenn hafi þurft að gera nú þegar kreppir að. „Hvernig eru að kaupmenn að bregðast við samdrætti? Þeir eru með tilboð,“ segir Runólfur og bætir við að olíufélögin virðist hins vegar ætla að fara þveröfuga leið: Halda uppi hærra verði vegna minnkandi sölu. Sjá einnig: Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Runólfur segir þannig að olíuverðið hafi lækkað að jafnaði um 36 krónur í Danmörku, á sama tíma og það hafi lækkað um 18 krónur hér. Engu að síður séu skattar á eldsneyti hærri í Danmörku en á Íslandi. Aðspurður um hvað hann telji að eðlilegt eldsneytisverð á Íslandi ætti að vera bendir Runólfur á bensínstöðvarnar sem næstar eru Costco í Kauptúni. Þar kosti lítrinn af bensíni og dísel að jafnaði um 188 krónur og segir Runólfur fátt því til fyrirstöðu að bjóða megi það verð um land allt. Íslendingar greiði nú þegar flutningsjöfnunargjald, skatt sem ætlað er að jafna vöruverð um land allt. Víða kosti lítrinn hins vegar 218 krónur, sem er um 30 krónum meira en á stöðvunum sem næstar eru Costco. Fyrir fjölskyldur sem kaupa um 2000 lítra af eldsneyti á ári þýði það 60 þúsund króna aukakostnaður. Eldsneytisverð smitar jafnframt út frá sér í aðra anga íslensk þjóðlífs, hefur áhrif á verðbólgu og því ættu Íslendingar að vera vakandi fyrir því að ekki sé okrað á þessari „nauðsynjavöru“ að sögn Runólfs. Spjall hans við Bítið má nálgast í heild sinni hér.
Bensín og olía Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14