Sport

Sportið í dag: Gummi Gumm, Tryggvi Snær, Rut og U-beygja ÍR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ekkiepli

Lokaþáttur vikunnar af Sportinu í dag verður ekki af verri endanum. Venju samkvæmt hefst Sportið í dag klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sest í stólinn og rennir yfir stöðuna í handboltanum sem og hjá sér sjálfum. 

Við heyrum í körfuboltakappanum Tryggva Hlinasyni sem og í handboltakonunni Rut Jónsdóttur. 

Kvennalið ÍR verður með í handboltanum næsta vetur og við heyrum í ánægðum leikmanni liðsins. Einnig sjáum við þegar Haraldur Ingólfsson klárar 310 kílómetra hlaup sitt á Akureyri. 

Einnig verður Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, í viðtali en hann ætlar sér að setja heimsmet um helgina.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×