Erlent

Serbar sniðganga ráðherra

Sameinuðu Þjóðirnar gagnrýndu í dag stjórn Serbíu fyrir að hvetja minnihluta Serba í Kosovo til að sniðganga stjórnkerfið í héraðinu. Larry Rossin, varalandstjóri Sameinuðu þjóðanna í Kosovo segir að Serbar geti einungis bætt hlut sinn með því að hætta að sniðganga stofnanir héraðsins. Rossin lét þessi orð falla eftir fund með Nebosja Cosic, fulltrúa Serbíustjórnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið með yfirstjórn Kosovo síðan 1999 en Kosovo-Albanar, sem eru 90% íbúanna, hafa í sívaxandi mæli tekið við stjórninni. Formlega heyrir Kosovo enn undir Serbíu-Svartfjallaland. Serbar hafa sniðgengið stjórn og stofnanir Kosovo frá því í kosningum 23. október. Ramush Haradinaj varð forsætisráðherra í kjölfarið en hann hefur verið sakaður um stríðsglæpi í átökum Albana og Serba 1998-1999. Tugir þúsunda Serba flúðu Kosovo í kjölfar átakanna eftir hefndarárásir Albana en tíu þúsund Kosovo-Albanir létust í átökunum fyrir fimm árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×