Einar Andri: Þvílíkur karakter hjá strákunum Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2017 22:04 Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30