Innlent

Umferðin farin að þyngjast

Mynd/Daníel Rúnarsson
Umferð á Suðvesturhorninu hefur verið þétt í dag og gengið vel fyrir sig samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu.

Aftanákeyrsla varð á Selfossi á þriðja tímanum og þá lentu þrír bílar saman í hringtorginu við Hveragerði. Umferðaróhöppin urðu til þess að einhverjar tafir urðu á umferð, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Engin slasaðist í óhöppunum.

Umferðin hefur gengið vel fyrir sig í umdæmum lögreglunnar í Borgarnesi og á Akranesi. „Umferðin hefur gengið mjög vel. Hér er allir á löglegum hraða," sagði varðstjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×