Erlent

Lýtaaðgerðadrottningar í Kína

Kínverskar fegurðardrottningar spókuðu sig í almenningsgarði í Peking í morgun að þeirra tíma. Þetta eru þó ekki venjulegar fegurðardrottningar heldur var meginskilyrðið í keppninni að hafa gengist undir lýtaaðgerð. Eftir því sem hagur almennings í Kína vænkast og fólk hefur meira fé á milli handanna aukast vinsældir slíkra aðgerða og eyða Kínverjar nú sem nemur hundrað og fimmtíu milljörðum króna árlega í að láta blása í varir, stækka brjóst og laga til skásett augu. Keppendurnir voru á aldrinum 18-62 ára og, merkilegt nokk, af báðum kynjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×