Skoðun

Frjáls framlög

Örn Sverrisson skrifar

Nú er rúm vika frá því að sóttvarnalæknir, landlæknir og almannavarnir hertu á samkomubanni og tóku sérstaklega fram að loka skyldi öllum spilakössum.

Þrem dögum seinna var SÁÁ komið í vandræði, uppsagnir og samdráttur á Vogi, ástæða meðal annars lokun á spilakössum.

Í fyrradag birtist í Morgunblaðinu frétt, engar tekjur vegna lokunar, félög í almannaþágu lenda illa í því.

Þar segir framkvæmdastjóri RKÍ að það að missa tekjur af spilakössum komi sér mjög illa fyrir þá, þeir fjármagni meðal annars 1717 og neyðarvarnir um allt land með tekjum af spilakössum

Framkvæmdastjóri Landsbjargar talar um í sömu frétt að lokun spilakassa komi sér illa fyrir Landsbjörgu.

En af hverju skila þessi frjálsu framlög eins og RKÍ, Landsbjörg og SÁÁ kalla tekjur af spilakössum sér ekki inn á bankareikninga þeirra?

Getur verið að nánast ekkert af þessum tekjum séu FRJÁLS FRAMLÖG ?

Nú hljóta forsvarsmenn þessara samtaka að fara að átta sig á því ef þeir vissu það ekki að tekjur af spilakössum voru aldrei og verða aldrei frjáls framlög, tekjurnar hafa verið og verða alltaf að megin hluta til frá veikum spilafíklum.

Starfssemi í almannaþágu eins og sú sem þessi samtök standa að á ALDREI að vera fjámögunuð með fé frá virkum fíklum.

Höfundi er annt um líf og heilsu spilafíkla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Skoðun

Stress

Gunnar Dan Wiium skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.