Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:54 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36