Strákarnir sem vita alltaf best! Flosi Eiríksson skrifar 30. janúar 2020 12:00 Það er eitt af einkennunum á umræðu um þjóðfélagsmál í samfélaginu hvernig ákveðin tegund af „hægri strákum“ hefur alltaf, að eigin mati, fram að færa því sem næst óhrekjanleg rök. Sérstaklega er þetta áberandi þegar það kemur að umræðum um kjaramál, jöfnuð, skatta og samhjálp, þá þurfa þeir allir að setjast við takkaborðið eða mæta í útvarp til að segja okkur hinum hvernig þetta sé í raun og veru! Núna eru uppi alls konar lærðar útleggingar um að samningur á milli aðila á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var í vor sé einhvers konar „sáttmáli fyrir þjóðfélagið allt“ og enginn megi hugsa um neitt annað. Í þessu speglast hugarfarið svo vel, strákarnir vita alltaf best, skilja stóra samhengið og búnir að ákveða hvernig haga á öllum hlutum. Þessi þröngu sjónarmið eru svo sett fram í nafni alls kyns samtaka atvinnurekenda sem mikil vísindi og skiptir þá ekki máli hvort það er um lengd grunnskólans, skipulag leikskólastarfs, fyrirkomulag heilbrigðismála eða kjaramál í víðu samhengi. Strákarnir vita alltaf best. Afar lítil viðleitni er til að skynja sláttinn í samfélaginu, reyna að setja sig í spor láglaunafólks um land allt, hlusta á kennara, leikskólakennara, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og svo framvegis. Það þarf aldrei að leita samráðs við það fólk sem ekki er steypt í sama mót og þeir, með svipaðan bakgrunn og sömu sýn á úrlausnarefnin. Þrátt fyrir alla skoðanagleðina og vissuna um að almenningur bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu ,,greiningunum“ um stöðuna, þá hafa þeir afar sjaldan kjark eða dug til að gagnrýna hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, auknar álögur og sjúklingagjöld í velferðarkerfinu og svo framvegis, en ef breyta skal álögum á fyrirtæki, nú eða mögulega ræða veiðigjald á makríl þá eru þeir mættir, strákarnir. Hugarfarið hefur opinberast með óvenju skýrum hætti undanfarina daga. Í umræðum um kjör félaga í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hefur ekki vantað stóru orðin og heimsendaspárnar. Miðað við það allt er eiginlega óskiljanlegt að ekki sé búið að gefa út enn eina „gulu viðvörunina“ . En í öllum þessi flaumi er hvergi talað um kjör láglaunafólks, talað um þann sannleika að ekki er hægt að lifa á þeim, eða reynt að skilja þann grimma veruleika. Kannski er það af því að strákarnir þekkja ekki þann veruleika, á því hafa þeir engan áhuga, þar vita þeir ekki best. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er eitt af einkennunum á umræðu um þjóðfélagsmál í samfélaginu hvernig ákveðin tegund af „hægri strákum“ hefur alltaf, að eigin mati, fram að færa því sem næst óhrekjanleg rök. Sérstaklega er þetta áberandi þegar það kemur að umræðum um kjaramál, jöfnuð, skatta og samhjálp, þá þurfa þeir allir að setjast við takkaborðið eða mæta í útvarp til að segja okkur hinum hvernig þetta sé í raun og veru! Núna eru uppi alls konar lærðar útleggingar um að samningur á milli aðila á almennum vinnumarkaði sem undirritaður var í vor sé einhvers konar „sáttmáli fyrir þjóðfélagið allt“ og enginn megi hugsa um neitt annað. Í þessu speglast hugarfarið svo vel, strákarnir vita alltaf best, skilja stóra samhengið og búnir að ákveða hvernig haga á öllum hlutum. Þessi þröngu sjónarmið eru svo sett fram í nafni alls kyns samtaka atvinnurekenda sem mikil vísindi og skiptir þá ekki máli hvort það er um lengd grunnskólans, skipulag leikskólastarfs, fyrirkomulag heilbrigðismála eða kjaramál í víðu samhengi. Strákarnir vita alltaf best. Afar lítil viðleitni er til að skynja sláttinn í samfélaginu, reyna að setja sig í spor láglaunafólks um land allt, hlusta á kennara, leikskólakennara, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og svo framvegis. Það þarf aldrei að leita samráðs við það fólk sem ekki er steypt í sama mót og þeir, með svipaðan bakgrunn og sömu sýn á úrlausnarefnin. Þrátt fyrir alla skoðanagleðina og vissuna um að almenningur bíði með öndina í hálsinum eftir nýjustu ,,greiningunum“ um stöðuna, þá hafa þeir afar sjaldan kjark eða dug til að gagnrýna hækkanir sveitarfélaga á leikskólagjöldum, auknar álögur og sjúklingagjöld í velferðarkerfinu og svo framvegis, en ef breyta skal álögum á fyrirtæki, nú eða mögulega ræða veiðigjald á makríl þá eru þeir mættir, strákarnir. Hugarfarið hefur opinberast með óvenju skýrum hætti undanfarina daga. Í umræðum um kjör félaga í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg, hefur ekki vantað stóru orðin og heimsendaspárnar. Miðað við það allt er eiginlega óskiljanlegt að ekki sé búið að gefa út enn eina „gulu viðvörunina“ . En í öllum þessi flaumi er hvergi talað um kjör láglaunafólks, talað um þann sannleika að ekki er hægt að lifa á þeim, eða reynt að skilja þann grimma veruleika. Kannski er það af því að strákarnir þekkja ekki þann veruleika, á því hafa þeir engan áhuga, þar vita þeir ekki best. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun